Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 7

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 7
■MUNINN 25 aiiga á hana, þar sem hún sat í hinum enda salarins ásamt tveim öðrum stelpum. — Það var eins og hnífur væri rekinn í brjóstið á mér. — „Helvítis bjáni gat ég verið,“ hugs- aði ég. Ég þokaði mér frá stúlkunni, _sem ég var að dansa við, en hún fylgdi á eftir. Dansleiknum var slitið. Ég gekk í þungum þönkum heimleiðis og tók ekkert eftir, hvað gerðist í kringum mig. Ég vissi ekkert, fyrr en hendi var smeygt undir armlegg ntinn. „Við eigum samleið," sagði kven- mannsrödd við hlið mína. Ég leit á liana. Þarna var stúlkan, sem ég dans- aði síðustu syrpuna við. Hún horfði á mig ástúðarþrungnu augnaráði. Mér hitnaði um hjartaræturnar. Ilmurinn af hári hennar var seiðandi. Við töluðumst lítið við á leiðinni heim. Hún átti heima við sömu götu og ég, aðeins lengi'a frá skólanum. Þegar við vorum komin að húsinu, sem ég bjó í, ætlaði ég að kveðja hana. Þá liallaði hún sér að mér og hvíslaði, hvort ég væri ekki einn í herberginu. Ég fann þrýstinn barm liennar bifast, heitur andardráttur hennar lék um vanga minn. „Jú. Viltu koma inn?“ stamaði ég æstur. „Því ekki það? Þú ert svo skrambi sætur,“ svaraði hún brosandi. Við læddumst hljóðlega inn í herbergið mitt. Hún klæddi sig úr kápunni og hallaði sér upp í dívaninn, en ég setti glymskrattann í gang og spilaði lagið dásamlega. „Korndu, vinur, láttu „fóninn“ eiga sig,“ sagði hún. Ég hlýddi og fór. . Undir morguninn kveikti ég á borð- lampanum. Þegar ég var búinn að jafna mig í augunum, varð mér litið á borðið. Hún hafði lagt veski sitt á borðið. Það hafði opnazt, og út úr því hafði oltið bréf. Utan á bréfinu stóð ritað með greinilegri rithendi: — Bíbí Vesturland. — Ég lirökk við og lokaði augunum. Ég sá framan í glottandi smettið á Leifi Lárus, þegar hann sagði: „Þú verður ekki búinn að vera ntánuð á Akureyri, þegar þú verður búinn að. . . .“ Skuggi. Skákþáttur Skömmu eftir nýjárið lauk bekkja- keppni í skák. Úrslit urðu þau, að 5. bekkur bar sigur úr býtum eftir mjög harða keppni við 3. bekkinga. Úrslit urðu sem hér segir: No. 1 varð 5. bekkur, hlaut 23 vinn. (af 30 mögulegum). No. 2 varð 3. bekkur, hlaut 2ll/£ v. No. 3 varð 4. bekkur, hlaut 20 vinn. No. 5 varð 2. bekkur, hlaut 17 vinn. No. 6 varð 1. bekkur, lilaut 121/9 'v- I liði 5. bekkjar voru þessir rnenn: Vilhjálmur Þórhallsson, Jón Guðjóns- son. Þráinn Guðmundsson, Jóhannes Gísli Sölvason, Karl Stefánsson, Guðm. Klemenzson og Björn Arason. Ymsir stóðu sig mjög vel og töpuðu engri skák í mótinu, eins og Jóhannes Gísli, Helgi Jónsson og Ólafur Stef- ánsson. I byrjun des. fór fram all- merkileg skákkeppni hér í skólanum. Þetta var keppni milli Taflfélags M. A. og 1. og 2. flokks Taflfélags Akur- eyrar. Teflt var á 16 borðum. Á borðin var raðað eftir styrkleika manna, en við það minnkuðu möguleikar okkar manna að mun. Keppnin varð þó all- lúirð, og mátti lengi ekki á milli sjá, hvorir bæru hærri hlut. Aðkomumenn byrjuðu að vísu með að vinna fjórar skákir, hverja eltir aðra. Voru þá ýms- ir skælingar farnir að verða þungir á brúnina og örvænta um úrslitin. Sum- ir spurðu: „Hví í fjandanum var verið að bjóða slíkum meisturum sem þess- mn á móti smápeðum þessa skóla?" En viti menn. Smápeðin geta orðið að drottningum, og fyrr en varði höfðum við jal'nað reikningana. Er líða tók á keppnina, var þó sýnt, að aðkomumenn myndu sigra með litl- um yfirburðum þó. Úrslitin urðu svo þau, að Taflfélag Akureyrar hlaut 9 vinninga gegn 7 vinningum okkar manna. Báðir máttu vel við una, þótt ég hefði það á tilfinningunni, að við hefðum getað meira, ef. . . . í jólatafl- þrautinni sigraði Indriði Einarsson, og hlaut hann kennslubók í skák að launum, segja menn, að honum 'fari mjög fram að tefla með degi hverjum. Allmjög hefir dregið úr skákáhuga manna eftir jólin, og er mér eigi kunn- ugt um, hvað veldur sjúkleika þessum, nema hvað sumir telja það land- feða að minnsta kosti skóla-) læga pest á þessum tíma árs. Ég vona nú samt, að lækning finnist brátt við þessu meini. Hrúkur. iiimiiii. Vísarnir liraða sér, og sú stund, sem krefst ákvörðunar, nálgast. En vér erum þrælar vanans og ánægðir án ábyrgðar, því óskum vér nú Þess Volduga, er frelsi oss frá ákvörðuninni. Samt hlýtur sérhver að skapa sinn skapadóm, og sérhver hlýtur að taka ákvörðun með sjálfum sér einn með liinu Eina? Friður? Aðeins er til sá friður, sem vér berum í hjörtum vorum. Ef vér eflum ekki vöxt hans, blásum að honum sem loga, þar til geislar hans brjótast úr viðjum, þá mun myrkur og dauðans kvöl vinna bug á okkur. Segjum ekki: Aðstæðurnar eru orsök fjörtjóns vors. Aðeins vér erum sek, ef vér látum Ulekkjast af hjómi og hégóma og hlýðum ekki sjálf á röddina í brjóstum vorum, sem aldrei þreytist að áminna oss: Breyttu sjálfum þér, og þá mun heimurinn breytast. B.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.