Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 2

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 2
2 MUNINN f MUNINN - blað Menntaskólans á Akureyri RITNEFND: PRENTNEFND: Lára Samúelsdóttir, VI M Ásgeir Gíslason, VI S Helgi HaUgrímsson, VI S Páll Þórhallsson, V M Emil Hjartarson, V M Svavar Hauksson, III Kjartan Gíslason, IV M ÁBYRGÐARMAÐUR: Ágiist Sigurðsson, III Steingrinmr Sigurðsson, kennari PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. , og gott starí í þágu skólans, og væntum, að hann megi varðveita sem lengst andúð sína á Engilsöxum, trúleysi og abstrakt list. H. Ég ætla, að ég hafi færzt fullmikið í fang, er ég tók að mér jafnvandasamt verk og kveðja Brynleif Tobiasson, fyrrverandi yfir- kennara í M. A. Mér er í fersku minni, er ég sá Brynleif í fyrsta sinn. Kom hann mér all-stranglega fyrir sjónir, svo að ég nærri bar óttablandna virðing fyrir honum. En það leið ekki á löngu, áður en ég skipti um skoðun, enda var ekki annað hægt. Brynleifur lét sér annt um nemendur sína, bæði innan skólans og utan. Hann liafði ánægju af að kenna, og ég hygg, að það hafi glatt hann öðru fremur, ef hann fann, að nemandinn raunverulega skildi það, senr um var að ræða. Helztu kennslugreinar Brynleifs voru latína og saga. Mér finnst alltaf eitthvað skylt með latínunni og honum. Það er þessi formfesta og virðuleiki, sem einkennir svo bæði. Ég man, að Brynleifi var ekki um geð, að sagt væri „við“, þegar við þýddunr latínu. Leiðrétti hann okkur þá jafnan og minnti á, að Forn-Rómverjar hefðu aðeins notað tví- töluna. Við ættum að segja „vér“. Ekki gazt mér alltaf að afstöðu Brynleifs til kvenþjóð- arinnar. Einu sinni, Jregar hann var að hlýða stúlkunum yfir, sagði hann allt í einu: „In ecclesia mulieres taceant.'1 Mér datt í hug, hvort hann óskaði, ef til vill, að við þegðum alltaf og líka þegar við kæmum upp. Það er ekki heldur svo ýkja langt síðan, að konur fengu nokkur réttindi á við karlmenn, og Brynleifur vildi halda fornum venjum bæði í skólalífinu og annars staðar. Formfesta Brynleifs varð þó aldrei þving- andi eins og oft vill verða. Ég hygg, að þar hafi valdið miklu um, að hann hafði til að bera sjaldgæfa fyndni. Kennslustundir hjá honum urðu aldrei þurrar né leiðinlegar. Brynleifur gat jafnan gert alvarlega hluti skennntilega (og víst var um jrað, að oft var hlegið dátt, ef hann var að tala, bæði í kennslustund og annars staðar). Nú er Brynleifur horfinn héðan til ann- arra starfa. Hann hefur unnið 36 ár við skólann hér. Nemendur Brynleifs þakka honum nú langt og gæfuríkt starf. Ég óska honum allra heilla í hinu nýja starfi sínu, og vænti þess, að M. A. eignist sem flesta hans líka. Dimittenda.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.