Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 3

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 3
MUNINN 3 MUNINN KVEÐUR SÉR HLJÓÐS Blaðið hefur lifað tuttugu o£ sjö ár, og nú byrjar það nýtt ár í góðri trú. Það hefur margsinnis átt erfitt um andardráttinn — svipurinn borið þess merki — en örlög hafa hagað því þannig, að það hefur neitað að gefast upp. Af gömlum vana hefur M. A. haldið í liftóruna á því, á meðan nemendur horfðu á það dragast áfram, á meðan þeir voru ekki samtaka um að liðsinna því og hlúa að því sem skyldi, svo að þeim þætti vænt um það. En að því verður að keppa. Nú er ætlunin, að blaðið skipti um lífslit, verði a. m. k. spegilmynd af æskufjöri nemenda Mennta- skólans á Akureyri, sýni svart á hvítu, að ungt fólk sé éætt lífsanda o£ því sé hugleikið að standa fast saman um eina hinna dygðugu erfðavenja skólans. í áttleysi tíðarandans ætti flestum að vera ljóst, að nú varðar meiru að varðveita erfðavenjur en að dekra við þægindi, sem nútíminn leg&ur mönnum í hendur. Munin langar til að vera skemmtilegur i vetur. Hann hefur hug á að endurvarpa sjálfkrafa lífsgleði ykkar, hlátrinum ykkar, en hann lan&ar líka til að éanga úr skuééa um, sannreyna, að þið huésið, að þið finnið til, að þið horfizt hæfileéa í auéu við lífið. En framar öllu vonar hann, að þið sendið honum ritsmíðar, sem sýna, hvernié þið eruð eins oé ykkur er eðlileét að vera. Muninn hefur sett sér það mark, að vera stolt oé oé sómi Menntaskólans á Akureyri. Hann ýtir úr vör með tvö skjaldarmerki skólans að húni: Uéluna é°mlu, sitjandi á bókinni, merkið í skólahúfunni, sem nú er horfin úr söéunni, oé merkið, sem tilein’cað var Möðruvallahátíðinni 1930 oé sýnir land- vættirnar yfir Eyjafirði. Það merki báru nemendurnir í barminum, oé árið 1930 orti Davíð „Undir skól- ans menntamerki", oé imdir það tökum við öll nú með nýjum krafti. Við treystum að enéin brotalöm verði í ásetninéi okkar að éera Munin þannié úr éarð/, að nafn skólans verði sem fyrr í heiðri haft veéna éóðs anda, sem jafnan hefur þótt ríkja innan veééia hans, oé valdið hefur því, að þjóðin lítur upp til M. A. fremur en hitt. R i t n e f n d . FJÖGUR LJOÐ EFTIR KR KVÖLD í RVÍK. f kvöld er sólskin og sumar söngur í fjallablænum. Öllum finnst gæfa og gleði gullið ský yfir bænum. Við Lækjartorg bíða brúnir og brosleitir piltar af kæti og horfa á stuttklipptar stúlkur strunza um Austurstræti. ÁNING. Fallvatn niðar framan við fuglar kliða á bala. Grösin iða út á hlið í yndisfriði dala. BYLUR. Lyftist loftið léttar dregur andann og ælir élja hrati. Stynur stormur stælir brjóstið áfram æðir áttir flýja. GEISPI. Gífurlega gapir þú guð er orðinn smeykur og ályktar þú efalaust sért ægilega veikur.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.