Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 5

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 5
MUNINN 5 Lipurtá Ljóð eftir PLATÓ Gleðin þýtur, dansinn dunar, draumar rætast, hjörtu slá. Dansaðu líka, Lipurtá! Augnablikið brunar hjá. Áður en nokkum um það grunar eru hár þín lituð grá. Dönsum, dönsum töfratrylltan, tápi fylltan dans í kvöld. Yor og gleði hafi völd. Verum aldrei hjartaköld. Spilarinn hlær með strenginn stilltan. Stökkvum eldi í dofans tjöld. Eg sé þú brosir svolítið pínu. Svona, þetta líkar mér. Eg vil sjá í augum þér alla gleði á jörðu hér. Hlekkir brotni á hjarta þínu. Himinfagurt lífið er. Um þig leikur æskubjarminn. Ætlarðu ekki að dansa þá? Seinna þarftu að sitja hjá syrpur margar, Lipurtá. Seinna kemstu í kast við harminn. Komdu, sorgin enn er smá. Nú hlærðu kátt og koss mér býður. Eg kyssi mína Lipurtá. Veiztu, að þetta var mín þrá? Augnablikið brunar hjá. Já, njótum vorrar æsku og ástar áður en hárin verða grá. HAFIÐ eftir Rögnu Ég kastaði mér í hafið. Beint á höfuðið. Neðar — neðar. Ég fann þrýstinginn vaxa og hraðann minnka, unz ég lá lárétt niðri við botninn. Ég andaði frá mér, og loftbólurnar stigu upp á við, léttar og svífandi. Ég spyrnti við botninum með hægra fæti og þaut upp á við. Ég sveiflaði höndum og fótum og lék alls konar listir. Mér fannst ég vera ballet- dansmær. Ég tyllti mér á tá og dansaði Tarantella, eins og Agústa í skólaleiknum. í næstu andrá fannst mér ég vera fiskur, sem synti hægt og lónandi, gleypti loðnu við og við og horfði áhugalaus á umhverfið. Ég synti lengra og lengra. Út á hið mikla dýpi. Ég hafði ekki enn komið upp á yfirborðið til þess að anda, en það virtist ekki verða mér liinn minnsti fjötur um fót á ævintýra- ferð minni. Ég sá fiska af öllum tegundum, sem litu forvitnislega til mín og kinkuðu kolli í kveðjuskyni. Ég synti fram hjá liellum með leyndardómsfullum perlum í loftinu, og hörpudiskum og öðuskeljum á botninum. Mér leið vel. Svo yndislega vel. Ég þurfti ekkert fyrir lífinu að hafa. Ég leið einhvern veginn áfram, lengra og lengra. En — straumurinn tók mig. Ég var komin út á rúmsjó. Allt var orðið dimmt, kalt og draugalegt. Það greip mig ofsahræðsla. Ég reyndi að grípa í slímuga anga sjávargróð- ursins, en ég barst áfram með ótrúlegum hraða. Sennilega hefði ég farizt og orðið að ódauðlegri hafmeyju, ef ég hefði ekki vitað frá upphafi, að þetta var aðeins draumur minn um hafið.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.