Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 8
8 MUNINN Hótel KEA og Ægisgata Steinbecks. AÐ KVÖLDI dags í vikubyrjun, þegar ég geng inn á Hótel KEA, eru salirnir tómir að tveim hljóðfæraleikurum undanteknum, sem leika sí- gilda tónlist á hljómsveitarpallinum. Ljósin eru þægilega tempruð, með skermum í róandi litum. Hljómlistin og umhverfið koma mér fljótt í gott skap. Ég bið um te, þríf síðan upp penna með árangri, sem ég vona, að falli lesendum Munins í geð. Þegar John Steinbeck skrifaði bókina Ægis- götu, tók hann sér fyrir hendur að túlka götu og andrúmsloft það, sem við hana ríkti. Hann tók það ráð að lýsa fólkinu, sem bjó við Ægisgötu, hugsanalífi þess, tilfinningum, vandamálum þess og athöfnum, sem mótuðu það andrúmsloft, er hann hugðist túlka. Með John Steinbeck að leiðarljósi. EKKI DETTUR mér til hugar að halda því fram, að mínir lítilfjörlegu hæfileikar jafnist á nokkurn hátt við ritsnilli Steinbecks, en þó mun ég gera hann að lærimeistara mínum, þegar ég freistast til að túlka það andrúmsloft, sem ríkir að jafnaði á Hótel KEA, og lýsa því og segja frá því fólki, sem brátt fer að streyma inn um dyrn- ar og dreifa sér um salinn, talandi, hlæjandi og óhyggjulaust, eða þungbúið, þegjandi og íbyggið. Það ber með sér tóbaksský og málklið, sem fyllir loftið og blandast þægilega saman við tónana frá hljóðfærunum. Fólkið, sem sækir Hótel KEA. FLESTIR í þessum hópi eru nemendur menntaskólans, sem hrúgast fimm eða sex að sama borði, reykja vindlinga, troða stubbunum í pípur sínar og ræða í ákafa um óskyldustu efni sem kennara, stjórnmál, bókmenntir, kven- fólk eða rök tilverunnar, eðli og tilgang lífsins. Við næsta borð sitja nokkrir ungir hljóðfæra- leikarar og erlendur listdansari. Þeir ræða sam- an á hinni sígildu „skandinavísku“ um hljómlist og kjör listamanna í ýmsum löndum. Dönsk hjón og lágvaxinn svarthærður maður, sem lítur út fyrir að vera slafi, talast við ýmist á ensku og íslenzku. Þjónustustúlkurnar eru á látlausum þönum milli gestanna. Nú staðnæmist hún hjá eldri manni í snjáðum jakkafötum og gömlum skóm. Hann les Tímann og lítur gáfulega út, pantar kaffi og kökur. Þar er féð mislitt. ANNAÐ VEIFIÐ koma einstaka mannverur í dyrnar, ganga fram að horni, litast um, snúa við og fara, eða setjast, ef þær hafa séð einhvern, sem þær þekkja. Mest af þessu fólki er velbúnar stúlkur, laglegar og ólaglegar, flestar þó laglegar. Margar orka á mig líkt og velgerð málverk, hjúpuð þykku gluggatjaldaefni, þar sem þær tipla yfir gólfið með fagurskapaða fætur í há- hæluðum skóm, í víðum kápum og með hringa í eyrum, er minna mig óþægilega á þá, sem brugðið er í granir geðillra tarfa. Hávaxinn pilt- ur í blárri úlpu og spennuskóm gægist inn og gengur síðan rakleitt að borði, þar sem fimm sitja fyrir, þrífur stól við næsta borð, sezt klof- vega á hann öfugan við borðshornið og hefur að tala af mikilli mælsku. Þeir, sem fyrir eru virð- ast ekki vera hrifnir af mælskulist (eða mælsku- lyst) hans, því að leiðindasvipur kemur á andlit

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.