Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 11

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 11
MUNINN 11 VEÐRIÐ OG EG Ég fann, að það var farið að kólna. Ég jhélt a. m. k., að það væri kuldi, en ég var ekki alveg viss. Það var líka langt síðan ég hafði snúið eftirvæntingarfull og brosandi í átt til sólar, í fyrsta sinni. Hvað vissi ég þá? Svo sem ekki neitt. En seinna lærði ég að meta sólina og regnið. Regnið var kalt og óvænt, en ég drakk það í mig og gleymdi, hvað það var óþægilegt að vera blaut báðum megin. Sólin skein aldrei nema stutta stund í einu. Þegar hún hvarf aftur, hjúfraði ég mig saman og beið kvíðandi eftir því. sem verða vildi. I rauninni var ég algerlega háð þessari sí- felldu breytingu loftsins í kringum mig. Ekki var ég nú ein í þessum leik. Margir voru fast við hlið mér, og er ég leit lengra í burtu, sá ég fleiri og fleiri — já alveg ótölu- legan fjölda. Ég fann einhverja breyting á mér, dag frá degi. Og alltaf fór þeim fækkandi, sem í kringum mig voru. Ég var orðin gul og rauð. Mér fannst ég fríkka um allan helming. En hvaða vindhviða var þetta? Hún óx, togaði í mig og reif. Ég hélt mér dauðahaldi, en vindurinn hamaðist — og skók mig og hristi. Hvað átti ég að gera? Ég leit í kringum mig eftir hjálp. En — almáttugur! Ég var ein — svo óendanlega ein. Ég heyrði, að einhver kom gangandi, nam staðar og leit upp til mín, þar sem ég hékk í örvæntingu minni. Hann teygði sig upp, greip í mig og sleit mig lausa. Ég fann, hvernig ég missti máttinn, hvernig hið marglita skraut mitt fölnaði. Ég varð sinnulaus með öllu og mér fannst vera að líða yfir mig. Eins og milli heims og helju, lieyrði ég hann segja: „Þetta er líklega síðasta skógarlaufið í haust.“ Ragna. „Ja — ég veit það ekki.“ „Ég held mest upp á Æra-Tobba,“ segir þá Jóhann Páll, sem hefur verið áheyrenda- fulltrúi fram að þessu. „Hvað elskar sér líkt,“ segir Már og glottir. ,,Þú ætlar þó ekki að halda því frarn, að þú og Einar Ben séuð eitthvað andlega skyldir?" „Það getur meir en verið,“ segir Már. „Hann var annars andsk. . . sniðugur hann Einar. Hvað skyldi hún annars hafa verið stór ávísunin, sem hann gaf út á Selvogs- banka?“ Nú tóku þeir félagarnir að ræða sín á milli um Einar Ben og önnur skáld, svo að við sáum okkur ofaukið, kveðjum „kóng og klerk“ og förum. E. Ó. ----- . .1 íslenzkutíma hjá VI. M., meðan bekk- urinn var á hlaupum. Gísli Jónsson: Hvenær munuð þið fá blívanlegan verustað? Heimir: Þegar við fáum húsgögnin. Eyvi bætir við: Það er verið að saga nið- ur viðinn í þau. Gísli: Jæja, það er þó alltaf í áttina, gott að ekki er verið að gróðursetja trén.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.