Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 12

Muninn - 01.11.1954, Blaðsíða 12
12 MUNINN JÓHANN LÁRUS, kennari, kvaddur „Einn kemur og a7inar fer.“ Þegár straumur lífsins fjarlægir einn leið- sögumanna hinnar sekúnderu félagsheildar, sem vér nefnum Menntaskólann á Akur- eyri, þykir oss hlýða að minnast hans, jafn- vel þótt hann liafi aðeins skipt um starfs- svið. Það er föst regla að minnast lofsamlega brottfarinna kennara, hvort sem menn gleðjast eða hryggjast yfir brottför þeirra. Osatt lof eða tvírætt stendur háðinu nærri, en fáir munu standa því fjær en Jóhann Lárus. Látleysi og hógværð eru aðalsmerki lians. Það mun jafnt, að hann mun meta hástemmdar lofræður að verðleikum, og ég er ófær að hæla honum umfram verðleika. Hógværð lians gerði aðra hógværa. Lát- leysi hans hvatti til hreinskilni. Jafnan vildi liann færa allt á betra veg, og þótt kennara- starfið hafi tæplega hentað honum, sýndi liann jafnan fyllstu samvizkusemi og ötul- leik. Engan tók það sárar, ef hann þurfti að beita nemendur sína hörðu, eða framfar- irnar voru ekki sem skyldi. Óvinsælustu námsgreinarnar komu jafnan í hans hlut. Þeim, sem vildu læra, kenndi hann vel, en liann var of mildur, of óhlutdeilinn til að reka hina áfram. Til hvers var það líka? Jóhann Lárus talaði lítið um sæluríki farmtíðarinnar, en 'allt starf iians bar þess vitni, að hann er betri liðsmaður lífsins en sumir, sent hærra hafa. Hann kýs heldur að byggja upp í kyrrþey en slá um sig með víg- orðum, og hann hefur manna sízt tilhneig- ing til að sýnast meiri en hann er. Því veit ég liann vildi segja, er hann lilýt- ur verðuga þökk fyrir störf sín í þágu skól- ans: „Heyrðu góði, petta er ekki umtalsvert. Eg hef bara reynt að gera mitt bezta.“ H. STÖKITR EFTIR FJALAR Þótt drottinn sumum gdfur gefi og geri það af miklu viti. Er allt það, sem ég unnið hefi, ekkert nema púl og sviti. Lœkkar sólin lofti á le7igjast dimmar nœtur. Sumarið er svifið hjd situr fugl og grœtur.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.