Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 2

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 2
2 MUNINN r 1 MUNINN - blað Menntaskólans á Akureyri ! RITNEFND: PRENTNEFND: Lára Samúelsdóltir, VI M Asgeir Karlsson, VI S Helgi Hallgrimsson, VI S Páll Þórhallsson, V M Emil Hjartarson, V M Svavar Hauksson, Landspr.d. Kjartan Gislason, IV M ÁBYRGÐARMAÐUR: Agúst Sigurðsson, III Ii Gisli Jónsson PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. J sér að stunda nám í, eða setið eitt ár í und- irbúningsdeild og tekið inntökupróf að því Ioknu. Allar frekari upplýsingar um inn- tökuskilyrði má fá frá skrifstofum háskól- anna eða hjá „Zentralstelle fiir auslan- disches Bildungswesen", Wilhelmsplatz 1, Göttingen. Umsókn um skólavist skal senda til rektors viðkomandi háskóla eigi síðar en tveim mánuðum áður en „Semester" hefst. í umsókninni skal geta um þjóðerni um- sækjanda og hvaða námsgrein hann ætli sér 'að leggja stund á. Auk þess skulu fylgja um- sókninni eftirtalin skilríki: 1) Upplýsingar um hvers konar skólanám umsækjandi hafi áður stundað. 2) Stúdentsprófsskírteini eða annað próf- vottorð, sem veitir rétt til inngöngu í há- skóla. Skírteinið á að vera á þýzku (sé það ekki á ensku eða frönsku) og verður að fylgja með staðfesting á, að þýðing sé rétt. 3) Ef umsækjandi hefur þegar stundað nám í háskóla, skal greint frá því .og próf- vottorð, ef til eru, látin fylgja. 4) Vottorð um kunnáttu í þýzku. Umsókn um skólavist er svarað bréflega. Innritun stúdenta fer fram í byrjun hvers missiris, og er æskilegast, að þeir séu þá mættir í háskólanum. Fá reglulegir nem- endur þá háskólabréf sín og námsferilsbæk- ur, sem í á að skrá fyrirlestra þá, er þeir sækja. Ekki er stúdentum við þýzka háskóla gert að skilyrði að sækja ákveðinn fjölda fyrirlestra. Fer tímasókn eftir þörfum og dugnaði hvers og eins. I heimspekideild, lögum og hagfræði er algengt, að stúdentar 'hafi 20—24 kennslustundir á viku, en í öðr- um greinum, t. d. verkfræði, náttúrufræði, læknisfræði o. fl„ er meiri tímasókn nauð- synleg. Um þetta er bezt að ráðgast við við- komandi prófessor. Skólagjöld og annar námskostnaður. Erlendir stúdentar, sem stunda nám við þýzka háskóla, greiða yfirleitt sömu skóla- gjöld og þýzkir stúdentar. Eru gjöld þessi tvenns konar: 1) Innritunargjald (um það bil 30 vestur-þýzk mörk), sem greitt er einu sinni fyrir allan þann tíma, sem stúdentinn dvelur í háskólanum. 2) Missirisgjöld: í heimspekideild, guðfræði, lögum og hag- fræði eru það um 175 mörk, í náttúrufræði, tannlækningum og dýralækningum 250— 300 mörk. Húsnæði og fæði er dýrast í stórborgun- um. Gott herbergi kostar þar a .m. k. 40—60 mörk á mánuði. í minni háskólabæjum þyk- ir hæfilegt að greiða 30—40 mörk. Mjög víða eru ágætir og ódýrir stúdentagarðar. Má t. d. nefna Christian Albrecht Haus í Kiel. Um það bil helmingur stúdentanna,

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.