Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 3

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 3
MUNINN 3 sem þar búa, eru Þjóðverjar, en hinn helm- ingurinn útlendingar. Einbýlisherbergi kostar þar 50 mörk á mánuði og fæðið (morgunverður og kvöldverður) 54 mörk. Hádegisverð má fá mjög ódýran í háskólan- um (75 pf. til 1 mark). Fæði og húsnæði (einbýlisherbergi) kostar því þar um 130 mörk á mánuði (rúmar 500 kr. ísl.). í tveggja manna herbergi yrði þessi kostnað- ur um 110 mörk (430 kr .ísl.). í Göttingen er einnig nýr, stór stúdentagarður, Fridtjof- Nansen-Haus. Eru flest herbergi þar fyrir tvo og sá háttur hafður á, að útlendingur og Þjóðverji búi saman. Kostnaður jrar er um 150 mörk á mánuði fyrir allt Víðar eru ntjög góðir stúdentagarðar, þó að fleiri verði ekki nefndir hér. Þeim stúdentum, sem l'ara til náms í Þýzkalandi, skal ráðlagt að leita til „Akademisches Wohnungsamt" viðkomandi háskóla og fá ráð og aðstoð. Einnig er við flesta háskóla í Vestur-Þýzka- landi svonefnd „Akademische Auslands- amter“, sem gott er að leita til Þar er t. d. hægt að fá allar upplýsingar varðandi sum- arnámskeið (Ferienkurse), sem haldin eru við flesta vestur-þýzka háskóla á tímabilinu frá 1 júlí til septemberloka. Námsgreinar og skólar. Hagfræði (Volkswirtschaft): 0—8 missiri. kennd í öllurn vestur-þýzkum háskólum. Mun t. d. mjög gott að lesa þessa grein í Kiel. Læknisfræði (Humanmedizin): 11—13 missiri. Kennd í öllum háskólum. Tannlækningar (Zahnheilkunde): 7—9 missiri. Kennd við alla háskóla. Dýralækningar (Tierheilkunde): 9—11 missiri. Skólar: Mtinchen, Tierárztliche Hochschule, Hannover, Hochschule fur Bodenkultur und Veterinármedizin, Gies- sen o. fl. Lyfjafræði (Pharmazic): 0—9 missiri. Skól- ar: Háskólarnir í Vestur-Berlín, Bonn, Frlangen, Frankfurt, Freiburg, Hamburg, Kiel, Mainz, Marburg, Múnchen, Múnster, Túbingen, Wúrzburg. Grasafræði (Botanik): 7—8 missiri. Kennd í öBum háskóum og auk þess í Technische Hochschule í Braunschweig og Múnchen og Hochschule fúr Bodenkultur und Veterinármedizin, Giessen. Efnafræði (Chemie): 7—8 missiri: Kennd í öllum háskólum. Skógrækt (Forstwirtschaft): 8—9 missiri. Skólar: Háskólarnir í Freiburg, Göttingen og Múnchen. Garðrækt (Gartenbau): 6—8 missiri Skól- ar; Hochschule fúr Gartenbau und Landes- kultur, Hannover og Techinsehe Hoch- schule, Múnchen. Landmælingar (Geodásie): 7—9 missiri. Skólar: Háskólinn í Bonn, Karlsruhe og Stuttgart. Jarðfræði (Geologie): 7—9 missiri. Kennd við alla háskóla, að undanskildum háskól- anum í Mainz og Marburg, auk þess kennd við Technische Hochschule í Darmstadt, Karlsruhe, Stuttgart og víðar. Jarðeðlisfræði (Geophysik): 7—9 missiri. Skólar: Háskólarnir í Vestur-Berlín, Frank- gurt, Göttingen, Hamburg o. fl. Landbúnaður (Landwirtschaft): 6—8 missiri. Skólar: Háskólarnir í Bonn, Gött- ingen, Kiel, Landwirtschaftliche Hoch- schule, Hohenheim, Hochschule fúr Boden- kultur und Veterinármedizin, Giessen. Stærðfræði (Matematik): 7—9 missiri, kennd við alla háskóla. Veðurfi-æði (Meteorologie): 7—9 missiri. Skólar: Háskólarnir í Vestur-Berlín, Frank- furt, Göttingen, Hamburg og Technische Hochschule í Darmstadt og Karlsruhe. Steinafræði (Mineralogie): 8—9 missiri. Skólar: Háskólarnir í Vestur-Berlín, Frei- burg og Göttingen. Haffræði (Ozeanographie): 8—9 missiri. Skólar: Háskólarnir í Frankfurt og Ham- burg.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.