Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 6

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 6
6 MUNINN FJALLAREFURINN Hve o£t hefur ekki huarsun mín snúizt um fjallarefinn, þetta ofsótta, hundelta, ís- lenzka rándýr, þennan réttdræpa þjóf og morðingjla, þessa skepnu, sem gerð hefur verið útlæg úr dýraríki íslands af okkur mönnunum. Og oftast hefur hugsun mín verið full af hatri og ofsóknaranda. í firði þeim, sem ég er fæddur og uppal- inn í, eru hlíðar fjallanna víðast brattar að sjó fram, nema þ(ar sem einn og einn dalur þrengir sér inn á milli fjallanna. Bærinn, sem ég er uppalinn á, stendur við fjallsræt- ur á lágum sjávarbökkum, rétt innan við kauptúnið, en utan þess er engin manna- byggð þeim megin f jarðarins. Gnægð er þar af fugli og selum og, eins og víðast hvar á útkjálkum vors lands, töluvert af nefum. Ég á margar endurminningar bundnar þessu léttfætta, skottprúða dýri. Það kom oft fyrir, er ég var á bernskuskeiði, að refir áttu leið um hlíðina fyrir ofan bæinn, og þá var það tíðum skemmtan mín að fvlgjast með ferðum þeirra, hlusta á langdregið gbggið, og seinna meir að æfa mig í að líkja eftir því. Á fyrstu árum bernsku minnar var refur- inn ógurlegt rándýr í hugarheimum mín- um. Hann var grimmur og blóðþyrstur, slægur og stæltur, með afarbeittar tennur og hvassar klær, og hann vílaði ekki fyrir sér að ráðast á lítt vaxna stráka, ef þeir urðu á vegi hans. Hann var einn af þeim illvættum, sem stöðugt ásóttu mig í hugarheimi myrk- fælninnar, ef ég einhverra hluta vegna var á ferli, eftir að dimma tók. Út vfir tók þó, ef lieyra mátti utan úr myrkrinu hið ámátlega spangólandi gagg þessa kvikindis. Þá var hvert fótrnál í dimmunni hræðileg sálar- raun. Þegar það vildi til, að ég sá fjand'a þenn- an nálgast túnfótinn snuðrandi á björtum degi, komst ég allur í uppnám af æsingu. Ef faðir minn var þá heirna við, krafðist ég þess, — og notaði alla þá mælsku, sem ég átti yfir að ráða, — að hann tæki sér þegar í stúð gamla byssuhólkinn í hönd og réði hið bráðasta niðurlögum villidýrsins. En karl faðir minn hafði aðrar hugmyndir um tóf- una en ég, og var oftast svifaseinn til áræðis. Ég útmálaði það þá einatt fvrir honum, hvílík ógnarhætta öllum hans búfénaði staf- aði af þessu skæða rándýri. En pabbi lét sjaldan sannfærast. „Ekki hefur maður heyrt neitt urn það, að bítur hafi gert vart við sig í sveitinni," átti hann til að segja. En þó var það stundum, ef rebbi kom óvenju- lega nálægt, að pabbi tók sér byssu í hönd í þeim tilgangi að koimast í færi við refinn og leggja hann að velli, og þá var oft spenn- andi að fylgjast með aðförinni úr fjarlægð. Og ef svo fór, að refurinn laut í lægra haldi, tók ég þegar til fótanna í áttina til hins fallna óvintir, og ég var hreykinn, ef ég fékk að bera veiðina heim. Seinna, þegar ég stálpaðist, lærði ég margt um refinn, lifnað- arhætti hans og slægvizku. Ég sóttist eftir að heyra sögur af refaskyttum og veiðiferðum. Flestar þessar sögur voru ævintýrum líkar, en þetta voru sönn ævintýri, og ef vill átti ég eftir að lenda í slíkum ævintýrum. Mig dreymdi um að verða mikil refa- skytta, þegar mér yxi fiskur um hrygg. Ég

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.