Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 7

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 7
MUNINN 7 hafði heyrt talað um menn, sem voru allt að því þjóðkunnir fyrir leikni sína í við- skiptum við lágfótu. Sumir voru svo slyngir að líkja eftir gaggi refsins, að þeir léku sér að því að tæla þá í skotfæri, en sátu sjálfir kyrrir í felum. Aðrir voru þekktir fyrir að skáka refnum í sjálfri slægvizkunni. Mig dreymdi um að vera einn slíkur veiðimað- ur. Og mér fundust árin líða hægt. Ennþá var mér ekki treyst til að fara hið minnsta með byssuhólkinn hans föður míns, livað þá heldur meira. En svo höguðu atvikin því þannig, að veturinn eftir ferminguna fór ég að heiman til náms, og síðan hef ég adrei verið heima vetrarlangt, og á sumrin hef ég oftast verið í atvinnu á hinum og þessum stöðum. Það fór því svo, að refirnir, sem og margt annað lifandi í náttúrunni, máttu víkja úr huga mér fyrir öðrum áhugamáium. Þegar ég kom heirn úr skólanum síðastlið- ið vor, heim í gróandann, heim í fuglalífið og fiskisældina, vaknaði skyndilega í mér veiðilöngun. Daginn eftir að ég kom, heyrði ég til tófu hátt uppi í fjalli, og ég ákvað sam- stundis að nota fyrsta tækifæri, sem bvðist, til að labba út á hlíð og svipast um eftir lág- fótu. Annan í Iivítasunnu þetta sama vor reis ég úr rekkju fyrir hanagal. Ég klæddi mig vel, tíndi nesti í vasa mína, stakk á mig nokkrum velvöldum haglaskotum, axlaði byssuhólkinn og labbaði síðan af stað. Ég gekk sem leið lá ofan við kauptúnið, út sjávarbakkana með skriðufótum. Enginn maður var á ferli. Veðrið var yndislegt, logn, skýjaslæður á himni. Æðarfuglinn úaði á spegilsléttum víkunum. Við og við vældi veiðibjalla, eða lamb jarmaði eftir móður sinni. Öll hljóð dýranna runnu sam- an í fullkomna samhljómun. Engu var of- aukið. Það var einn hinna dásamlegustu vormorgna, þegar ekkert annarlegt liljóð vélamenningarinnar rýfur samræmi náttúr- unnar. Náttfall var, og döggin þrengdi sér ofan í skóna mína. Einnig það var dásam- legt. Víða lágu kindur og jórtruðu. Þegar ég nálgaðist, risu jrær hægt á fætur, sperrtu upp dindilinn, hristu hausinn og hlupu spölkorn frá, stönzuðu, sneru sér við og góndu hneykslaðar á þessa undarlegu mannskepnu, sem þræddi fjárgöturnar út bakkana, skimandi í allar áttir. En allt í einu var samræmið rofið. Skrækt og span- gólandi tófugagg hljómaði ofan úr hlíðinni. Ég fleygði mér flötum, þar sefn ég var kom- inn, renndi sjónum upp eftir hlíðinni og reyndi að koma auga á tæfu. Og brátt sá ég til ferða tveggja r.efa, sem renndu sér ská- hallt niður úr klettabeltunum og tóku strik- ið út og niður hlíðina. Svo hægðu þeir á sér og snuðruðu. Hægt og hægt snuðruðu þeir sig niður með grjóthrygg einum, sem geng- ur alla 'leið frá fjallsrótum fram á brún sjávarbakkanna. í einni svipan varð ég altekinn veiðiæs- ingu. Drápslöngunin blossaði upp, og blóð- ið ólgaði í æðum líkamans. Tófurnar fikr- uðu sior lena^ra o°f lensfra niður á við og hurfu að lokum niður fyrir bakkana, ofan í fjöru. Ég tók á sprett, þaut sem fætur tog- uðu út að grjóthryggnum og læddist síðan niður með honum sömu leið og tófurnar höfðu farið. Ég hlóð byssuna, tvíhenti hana og reyndi að vera rólegur. Þegar ég átti eftir um það bil tuttugu faðma að bakkabrún- inni, snarstanzaði ég. Mórauður, mjónuleg- ur refshaus gægðist upp fyrir bakkabrúnina og hvítur nær því samstundis. Þær stönz- uðu báðar, er þær sáu mig, og góndu á mig, auðsjáanlega mjög hissa og forvitnar, tvær ársgamlar tófur, greinilega systkin. Hið mikla tsékifæri, sem mig ungían hafði dreymt um, var runnið upp — tvær ársgaml-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.