Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 8

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 8
8 MUNINN ar tófur í dauðafæri. í snarhasti lagði ég byssuna að vanganum — ég skalf af æsingi. Ég valdi þá mórauðu að fórnardýri, gaf mér ekki tíma til !að miða vandlega, því að mér fannst, að á næsta andartaki myndu þær taka undir sig stökk og hverfa mér sjónum. Skotið reið af, og höglin dundu á malar- kambinum á bakkabrúninni. Sú mórauða hentist í loft upp í krampakenndu stökki, en féll síðan ’aftur yfir sig fram af brúninni, en sú hvíta hvarf sem elding ofan fvrir bakkana. Ég tók á sprett fram á brúnina og skyggndist niður. Á ofurlítilli snös rétt fyrir neðan mig lá mórauði refurinn líflaus. Ég fylltist ofsalegri gleði. Hvílíkt afrek! Loks- ins var hin langþráða stund runnin upp, er hinn forni fjandi, refurinn, lá veginn að fótum mér. Loksins gat ég sagt sögur af míum eigin veiðiferðum, minni ráðkænsku og minni veiðisnilld. Mér fannst ég stækka allur og stælast að loknum þessum verknaði. Ég hlóð byssuna aftur. Það var betra að vera við öllu búinn. Hægum, öruggum skrefum nálgaðist ég hinn fallna óvin með byssuna í hendinni. Og þarna lá nú tófan, lítil, grannfætt, með loðið skott og alblóð- ugan skoltinn, öll sneplótt, því að hún var að fara úr hárunum. Ósköp var það eitthvað vesældarlegt, þetta mjóslegna yrðlingsgrey. Ég settist niður á þúfukoll og virti refinn fyrir mér. Og allt í einu var sem vaknaði rödd hið innha með mér, og ég heyrði hana spyrja með hvíslandi hreim: „Áttir þú eitt- hvað sökótt við þennan litla, horaða ref? Hvað hefur hann gert á liluta þinn, að þú hafir rétt til að ganga af honum dauðum?“ Mér fannst, að ég þyrfti að afsaka mig, svo að ég sagði upphátt: „Ég held, að það sé ekki nema þrifaverk að útrýma þessum ófétum, þessum skaðræðisdýrum, sem evði- leggja fuglalífið, ræna eggjnm úr varplönd- um og ráðast jafnvel á sauðfé." En röddin kom aftur og sagði: „En er þetta ekki það sama og þú gerir? Gengur þú ekki um fjör- ur með byssu og drepur fugla, stundum ein- göngu af einskærum veiðiþorsta? Rænir þú ekki eggjum úr hreiðrum fuglanna, ef þú hefur tök á því, og elur þú ekki önn fyrir húsdýrum í því markmiði að drepa þau seinna meir og éta?“ Ég stóð upp og fetti mig. „Hver ert þú?“ spurði ég stundarhátt. „Hver ert þú, sem talar svo fávíslega? Veizt þú ekki, að í þessum heimi er enginn réttur til annar en réttur hins sterka? Veizt þú ekki, að lítilmagninn á engan tilverurétt, ef tilvera íhans skerðir lífsmöguleika hins sterka. Nú er það ég sem er liinn sterki, en þessi refur er lítilmagninn, og þar sem hann var keppinautur minn í lífsbaráttunni, hafði hann engan rétt til að lifa.“ Og að þessum orðum mæltum, greip ég í skott refnum og labbaði heim á leið. T. Franska í VI. bekk. Guðný Margrét þýðir: II boit comme un Templier, mange comme un Hospitalier. — Hann drekkur eins og templari og étur eins og sjúklingur. Frá hinu virðulega félagi Anti dansenda M. A. Brot úr fundargerð. — Þá var borin fram sú tillasra að stofnað- O ur yrði kvartett innan félagsins. Lengi vel var Sig. Axel Einarsson eini meðlimurinn, unz Anna G. Kristjánsdóttir bauð með líkn- andi hendi þátttöku sína. Sig. Axel kvað þá eigi nóg að tvö væru í kvartett, en fundar- menn álitu að myndi fjölga 'hjá þeim og myndi kvaortettinn þá síðar geta tekið til starfa, þó tvöfaldur væri.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.