Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 9

Muninn - 01.02.1955, Blaðsíða 9
MUNINN 9 Unga stúlka, unga stúlka ólgar ástin mín. Bergja vil ég bikar þinn KIAAiít Ómar í hjartanu treganna tóim tandurhreinn og bjartur. Yfir mig hellist himinsins djúp hjúpurinn svartur. W&:-. Spor. Spor. Örlaga slóð. í snjónum ástarsporin er svífa burt á vorin og skilja eftir blóð. Spor. Spor. Örlaga slóð. í snjónum ástarsporin er svífa burt á vorin og skilja eftir blóð. K. B. HugleiÖingar Á haustkvöldi Septembermorgunninn var bjartur og kyrr. Það var hreinn og ferskur svipur yfir sænum, þegar við ókum hægt eftir sólgulln- um strætunum. Við vorum þöglar. Sigga litla sat við hliðina á mér, þvegin og hátíð- leg. Það hafði verið ákveðið að gera ekkert veður út af þessum fyrsta degi í sumar í skól- anum. Ég átti að heypa henni út fyrir fram- an skólann og aka síðan áfram. Skólinn stóð á hæð. Mörg þrep lágu upp að dyrum hans, upp grasi gróna brekkuna, og mátti þegar sjá ungviðin renna upp þrepin. Það var auðvelt að þekkja byrjend- urna. Þeir gengu flestir við hlið móður sinn- ar og ríghéldu sér í hönd hennar. Ég leit á Siggu litlu. Hún horfði niður í kjöltu sína. „Við erum fullsnemma í því,“ sagði ég. „Viltu ekki sitja hérna í bílnum örlitla stund?“ Hún kinkaði kolli. Ég hallaði mér áfram til þess að slökkva á bílnum. Ég hafði ekki búizt við, að þetta hefði nein áhrif á mig, en nú fann ég til undarlegra and- þrengsla, eins og ég væri að bíða eftir því, ‘að eitthvað mikilvægt gerðist. Ég leit á

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.