Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 2

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 2
2 MUNINN r \ MUNINN - blað Menntaskólans á Akureyri ! RITNEFND: PRENTNEFND: Lára Samúelsdóttir, VI M Asgeir Karlsson, VI S Helgi Hallgrimsson, VI S Pál! Þórliallsson, V M Emil Hjartarson, V M Svavar Hanksson, Landspr.d. Kjartan. Gislason, IV M ÁBYRC.ÐARMAÐUR: Ágúst Sigurðsson, III II Gisli Jónsson PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. l y tilfinningar. Það er eins og einhver innri sjón fylgist með hreyfingum þínum, eins og hendinni sé stjómað hárnákvæmt af hinni stormandi vakningu. fieethoven skapaði sín stórbrotnustu verk heyrnarlaus. Þó er þetta sjaldnast lokastigið hjá þeint listamanni, sem hefur öll skilningarvit óskert. Nú liefst hin vægðarlausa barátta við formið. Hin fyrstu áhrif varðveitast að vísu að nokkru leyti. Nú verður allt að endurskoðast, sér- hvert form verður að hafa sína vissu legu og lögun, og ennfremur stendur sérhvert 'form í sambandi við heildina. Hjá heil- brigðum manni verður nú sjónin virkur þátttakandi ,hvert einstakt smáatriði verður að vera þrauthugsað, nákvæmni formbygg- ingarinnar er svo undir því komin, á hve háu þroskastigi hin vitsmunalega formhugs- un þín er. í myndum Kandinskýs, þess sem raunverulega uppgöt\aði þá hreinræktuðu (abströktu) list, sem við þekkjum í dag, sjá- um við, hve fullkontlega er hægt að liafa vald yfir öllum eiginleikum formsins, hreyfingu, kyrrstöðu, rúini, legu, lögun og sambandi þess einstaka \ið heildina, eða baráttuna við að samræma liti og form. Þetta eru aðalatriðin í sambandi við gerð myndar. Sumir liafa gert myndir, sem virð- ast góðar við fyrstu sýn, en verða hjóm og innihaldsleysi við nánari athugun, vegna þess að ekki hefur verið gengið hreint til verks, menn hafa sniðgengið sannleikann. Þeir hafa reynt að fela þroskaleysi sitt bak við fánýtt skraut og ioddaraskap, heimsku- lega fyndni, sem ekki kemur myndlistinni við. því að eitt af elztu og sígildustu aðferð- um mannsins til að gerar sér grein fyrir um- heiminum og lífinu yfirleitt var einmitt myndlistin, hún var í upphafi allt í senn, frásaga, vísindi osj sú fullkomnasta túlkun umheimsins, sem menn þekktu. Það er að segja sá grundvöllur, sem öll mannleg 'hugs- un hvílir á. Leonardo da Vinci drepur að- eins á þetta, hann segir: „Ef þér afneitið málaralistinni, þá afneitið þér vísindun- um“. Hér á Islandi hefur þessi listgrein, sem er svo ríkur þáttur í hugsanalífi sérhvers þess manns, sent stendur í einhverju sambandi við uppruna sinn eða skilur hann, orðið fyrir óvenju miklu skilningsleysi, menn sem bókstaflega hafa ekki hugmynd um, ltvað myndlist í raun og veru er, korna fram á sjónarsviðið og þykjast færir um að sanna, að nútímalist sé helber hégómi. Fyrst er að gera sér grein fvrir því, 'hvað það er, sem einkennir alla góða list á öllum tímum, eins og Hörður Agústsson lístmálari segir einhvers staðar: „Skilningsleysið á abstraktri list stafar einfaldlega af skilnings-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.