Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 5

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 5
MUNINN 5 Kvæði eftir Guðmund Arnfinnsson FERÐALANGUR. Heim, syngur heiðablærinn. Heim. Það vorar á ný. Blómin þan byrja að anga. Blika vængir við ský. Höllin er hrunin til grunna. Heimurinn eins og fyrr. Ekkert sem ljómar lengur og læstar allar dyr. Dagarnir framhjá fara. Fara og koma á ný. í moldinni grösin gróa, og golan er orðin lilý. Söngva af sundi bláu senn yfir fjöllin ber. Báran að bjargi stígur og brotnar við sker. Nú vorar og grösin gróa. Grjótið er fáum kært. Senn fer sólin að ljóma um síðkvöldið hljótt og vært. í borginni bílar þjóta. Bundinn við gömul heit, kveð ég götuglauminn gestur ofan úr sveit. Langt út í ljósi dagsins fer lækur um klettaskor. Dulin í dánu grasi . dvelja mín æskuspor. í sólskini niðri við sæinn sefur hinn gamli bær. Ég verð að vitja þín aftur, er vorblómið fyrsta hlær. Söngva af sundi bláu senn yfir fjöllin ber. Báran að bjargi stígur og brotnar við sker. í moldinni grösin gróa og golan er orðin hlý. Heim, syngur heiðarblærinn. Heim. Það vorar á ný. KVÖLDLJÓÐ. Hljótt á arineld andar kyrrlát nótt og málar gluggann minn með rökkurbláma hljótt. Dökkna sævarsund. Sofið vært og rótt. Hljótt á arineld andar kyrrlát nótt. Sortnar himinhöll. Hinzti bjarminn deyr. Lék við lauf og strá léttur næturþeyr. Hátt við skýjaskaut skini fölu brá. Ljós í kvöldsins kyrrð kveikir stjarna blá. Þú horfir hljóð og prúð, þótt hylji myrkur svörð, um eilífð auglit þitt yljar kaldri jörð. Seint um koldimm kvöld kvikna ljósin blá, þreyttum vísa veg vítt um hjarn og snjá. KVÖLD. Dimmir, og kvöld er komið kyrrlátt og geislarjótt, sinn faðm yfir byggðir breiðir, og bráðurn verður það nótt.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.