Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 6

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 6
6 MUNINN Jólaannríki Það er komið jólafrí. Hvernig er hægt að gera sér grein fyrir því? Jú, ég ætla að revna, ætla að fara niður á K.E.A., svona til há- tíðabrigða og sjá til, hvort ég kemst ekki í jólaskap. Ég er léttstígur en þungbrýnn, þegar ég geng inn í salinn, þar eru aðeins örfáar hræður, hræður sem sitja og tevga gosdrykki og kaffi í mestu makindum. Ég finn, að hér á ég heima þessa stundina. Það er gott fyrir þá, sem eru gramir og leiðir, að leita sér hælis á rólegu kaffihúsi, kaffihúsi, þar sem friðsæld ræður ríkjum og hverjum og einum gefst gott tækifæri til að átta sig á snöggum umskiptum, umski]rtum, sem eru of snögg til að nokkur geti fylgt þeim eftir, fylgt á hæla þeim og áttað sig strax. Ég tek mér sæti við glugga, sem veit út að götunni, þessari einu götu á Akureyri, sem getur kallazt nokkuð mannmörg í jólaann- ríkinu. Ég tek brátt eftir því, sem ég litast um inni í salnum, að flestir eru í sólskins- skapi, þótt nú ríki svartasta skammdegi hér á norðurslóðum. Ég hugsa með mér, að ég hljóti að komast í gott skap, ef ég bara reyni. Ég fer að hlæja, þegar stúlkan kemur að afgreiða mig, ég kem varla nokkru orði í djúpinu sefur sólin. Syngur í laufi blær. Ljóð um haustið og húmið, sem hann orti í gær. Lækur um lautu fellur líður í aftanró, hljóður um vota vegu. Vindar kveða í skóg. Bára á vogi vakir og virðist rauð sem blóð. Dansar í dimmbláu húmi og dýrlegri purpuraglóð. upp. Loksins næ ég mér, og.mér til mikillar ánægju sé ég, að hún stendur sallaróleg við Ijorðið og 'bíður þess, að ég láti til mín hevra á annan hátt en með Idáturrokum, sem oft geta konrið sér ærið illa. Ég fyrirverð mig og verð lúpulegur sem hundskammaður rakki. Nú kem ég upp orðum — ])iðst fyrst afsökunar, en hún segir: „Allt í lagi, kunn- ingi, ég þekki ykkur þessa hláturmildu." — Ég held áfram í áfsökunarróm og bið um gos, sem ég fékk, fyrr en varði. Ég kenr mér nú hægindalega fyrir við borðið og lygni aftur augunum, sem ég teyga drykkinn. Mér finnst mér líða vel, varla verr en þeim, sem þambar vatn :eftir margra daga þorsta. Meðan ég sit þarna, fara rnargir, en aðrir koma inn — „maður í rnanns stað“. Þegar mér koma þessi orð í hug, kemst ég í ,,stuð“ til að liripa niður nokkrar línur, línur, sem ég ætla mest fyrir sjálfan mig, mér til afþrey- ingar. Mér verður ] itið út á strætið, þar úir og grúir af fólki, nær allir eru að flýta sér, sumir hlaupa, aðrir skunda tindilfættir og mjóir búð úr búð og virðast eiga lífið að leysa. Ég finn, að mér er ógerningur að fara út í lætin, fæ mér aðra gos-flösku og sit sem fastast í sæti mínu. Ég virði fólkið fyrir mér. Við borð í horninu, sem fjarst mér er, situr roskinn maður, íbygginn og liarla rólegur, nærri því of rólegur — ofmikið má af öllu gera. Á öðrum stað sitja tvær miðaldra kon- ur og skrafa saman. Það, sem mér finnst við- felldnast í fasi þeirra, er, að þær vitðast ekki vera að tala illa um nágrannann. Kjaftakerlingar eru óþolandi, og allt of margar eru þessar slorkjöftur, sem ljúga lieiðri og sóma upp á sig og sína, en lasta nágrannana fram úr hófi. En þessar konur eru auðsjáanlega ekki af slíku tagi. Það er eitthvað friðsælt og fagurt við þær — mér

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.