Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 10

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 10
10 MUNINN gengur með hendurnar krepptar í buxna- vösunum. Það er einhver undarleg fróun í því að liorfa niður fyrir kantinn og spaj ka við og við steini fram af. Snáðanum finnst hann vera mjög sterkur, og mjög vitur. — Ein- hvern tírna skaltu þó verða að viðurkennna mínar athuganir, hugsar snáðinn, og gýtur um leið hornauga til föður síns. — Ég skal byggja miklu fallegra hús en þú, þegar ég verð orðinn stór. Þeir eru nú kornnir að laeknum fyrir utair fjárhúsið. Þar er vaninn að þvo sér um hendurnar. Bóndinn fer að læknum fyrir of- an brúnia, en snáðinn fyrir neðan. En hann þvær sér ekki, heldur stendur og starir í vatnið, það er eitthvað svo seiðandi, svo ró- andi, þar sem það liðast milli slýblárra steinanna — og þessi ljúfi niður. Elann sér, livemig sementslitur kemur á vatnið af höndum föður hans, og svo er það aftur lireint og tært. — Elsku lækurinn minn, muldrar snáðinn, — þú ert sá eini sem skilur mig. Ég veit líka, að þú skilur það, að gluggarnir þeir arna eru eins, nema annar er ofurlítið stærri. Og snáðiirn tekur dálítið velkt og sementað blað upp úr vasa sínum. Nokkur óskýr krossstrik speglast í vatninu, það er samþykki læksins. Það er annars einkemrilegt, hve lækir skilja vel, þrátt fyrir að þeir hljóti að vera mjög gamlir. Þó var lækurinn misjafn- .lega ganrall eftir árstíðunr. Hamr var t. d. langel/tui' á vetrum. Snáðiirn veit, að pabbi hairs er komimr Ireim í fjárhúsið og situr nú og borðar fisk, í syðri króiuri. Hann veit að á hleranum, sem lagður er vfir garðaböndin, er auður diskur, — diskurinn hairs. Á þessunr hlera eru líka fallegir, bláir stafir, sem lrann þekk- ir alla með nafni, — og stafar þá um hverja máltíð: — B—1—á—i— b—o—r—ð—i—n—n, s—m—j—ö—r—1—í—k—i. — Mamma stendur við eldavéfina í nyrðri krónni og spyr: „Konr ekki H. litli með þér?“ Bóndinn lætur fiskstykki ganga inn um lannað munnvikið og beinin út um lritt, rétt eins og hakkavéliir, senr liann sá á stóra bæn- um. Loks eftir éftir langa þögn og nriklar tyggingar: ,,Jú.“ Og nú er kallað á snáðann, og hamr flýtir sér heim. — Ja, þeir eru nú samt eins, gluggarnir, — samt eins! H. H. UÓÐ SEPTEMBERKVÖLD Vitið, lrve rökkrið er munarnrilt sem nreyjarauga af gleði fyllt, á kyrru septemberkvöldi. Seiðmærin nrjúk og töfratryllt þig tekur í fangið vinnuvillt af brennandi blóðsins eldi. Njótið, á nreðair notið fær, í nótt þér hvíslar hiirn blíði blær sem haustsválur lrörund þitt kældi. ÞAD LIGGUR LÍK Það liggur lík í lystigarðinum undir líkneski Margrétar Sciröth. Þetta er líkið af þér eða nrér. Það er sama hvort lreldur er. Bakteríur breyta því brátt í duft. VEGNA RÍMS Hérna brýt ég bikariiur sem bergði forðum af á botninunr er líkast senr blóðlitað draf. Hérna tek ég hringinn senr heilladís nrér gaf, og hendi lronunr út á harnrasoltið haf. Allt er þetta uppgerð og andlaust skáldaskraf H. Vald.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.