Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 12

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 12
12 MUNINN Próf minning Klukkan 'hringir hreint eins og hún sé gengin af göflunum. Gremja mín á sér eng- in takmörk, og ég gef klukkuskarninu svo iilt auga, að hefði eitthvað lifandi orðið fyr- ir Jdví, er ég viss um, að Jrað hefði lagzt nið- ur af hræðslu og ekki staðið upp aftur. En klukkudýrið gengur jal'nt og þétt áfram, og brátt er hún komin svo langt, að ég verð að fara fram úr og sæ'kja hana. Það er alveg eins og hún finni Jrað á sér, að ég ætli að sækja ihana, því að hún tekur á sprett út úr herberginu með mig á hælum sér, og áður en ég get stöðvað han'a, hefir hún þotið út og skellt útidyrahurðini aftur á eftir sér. Ég sný sneypt aftur, því að eins og Júð sjálf- sagt skiljið öll saman, get ég ekki ætt út á náttfötunum. Ég fer því að klæða mig, en j)ar á eftir skal klukkan fá að vita, hvar Da- víð keypti ölið og hún Lína gamla pottinn. Ég er að klæða mig í annan sokkinn. þeg- ar ég heyri, að Iiurðin er opnuð og klukkan stendur hlæjandi í dyrunum. Ég hætti við verk mitt, en þýt á eftir henni, en hún er snarari í snúningum, og er horfin, þegar ég kem fram á ganginn. Ég fer aftur inn og lýk við að klæða mig, tek svo pennann minn og sting honumívasann. Það gæti verið gott að stinga honum upp í sig, ef ég gataði mjög mikið í prófinu, en það er íslenzkupróf og ég ekki sérstaklega góð í þeirri grein, Jrótt skammarlegt sé. Ég fer í kápuna og bind á mig rauðrós- óttan skýluklút af ömmu, svo Jrýt ég niður til að binda skóþveng minn, en ])á kem ég auga á klukkuna aftur. Hún stendur í dyr- unum og hlær. Ég flýti mér að troða á mig „Hvenær gekkst þú fyrst um dyr Jressa skóla?“ „Það mun liafa verið haustið 1951, og lauk ég landsprófi á 2 árum.“ „Þú hefur auðvit’að ,,specialt“ álit á ein- hverri námsgrein eins og aðrir?“ „Það væri þá helzt íslenzkan, en lítt er ég hrifinn af setningafræði og stærðfræði, eins og sézt af því, að ég er í máladeild, 4. M. b.“. „Nú, þú ert þá í kvenréttindabekknum og hefur auðvitað rnikið álit á kvenjrjóð- inni?“ „Ja — ég vil nú sem minnst um Jrað tala, en hugsa þó hlýtt til hennar.Sjálfur er égtví- buri og hinn aðilinn af veikara kyninu, en Jdó er hún sterk'ari en ég.“ (Enga getum við séð mynd af Marilyn Monroe). „Hvað viltu nú segja okkur í sambandi við hið nýja embætti þitt?“ „Ég vil auðvitað gera mitt bezta til þess að félagið lifi af næsta vetur, sómasamlega?“ „Ekkert nýtt á prjónunum?" „Lítið farinn að liugsa um það ennþá.“ „Og framtíðin?" „Ennþá konungsdóttir í álögum.“ „Það er lítið af fagurfræðiritum í skáp þínum?“ „Já — annars hef ég mest álit á Jónasi Hallgrímssyni og Kjartani Gíslasyni bekkj- arbróður mínum." „Jæja, þú fyrirgefur nú þessa innrás í hreiður þitt.“ „O, ég er ekkert hræddur við ykkur,“ segir formaðurinn, stendur uþp af dúkku- stólnum, þar sem liann hafði setið, og bend- ir á kvistinn. En Jrar blasa við annars vegar drottinn sjálfur, en hins vegar sænska landsliðið í knattspyrnu, svo að við sjáum þann vænst- an að hoppa sem skjótast niður stigann. Einn og Tveir.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.