Muninn

Árgangur

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 14

Muninn - 15.02.1955, Blaðsíða 14
14 MUNINN Osigur Strandferðaskipið var á siglingu austur um land. Ég hafði farið með því oft áður og nú á leið norður. Þetta var í byrjun febrúar, þess mánaðar, er tíminn síðlar hægast, skap manns einnig á hægagangi, skipið fór held- ur ekki á kostum. Það voru fremur fáir far- þegar með í þetta skipti, og mér leizt svo á, að þessi sjóferð myndi ekki taka hinum fyrri fram í einu eða neinu, og svo varð ef til vill ekki. Lagt var úr höfn síðla kvölds, og það var enginn á hafnarbakkanum til að kveðja, svo að ég gekk niður í svefnklefa minn aftur á, tók upp bók eftir Fallada og las mikinn hluta nætur. Það er komið við á einhverri höfn, hratt fótatak á þiljum uppi, köli, ankeri varpað. Undarlegt, hve gott er að einbeita sér að lestri á skipi, hvað maður er laus undan áhyggjum hversdagsins. Bara láta tímann líða og ekki vera sjóveikur. Svo sefur .maður stundarlangt í morgunsárinu — vaknar við, að 'ankeri er varpað á ný úti fyr- ir einhverju af þessum formlausu, afsleppu plássum Norð-Austurlandsins, og það kem- ur bátur. Ég fer upp á þilfar, nokkrar ung- píur koma um borð. Síðan er að fá sér í svanginn, þótt matur á skipinu sé heldur ókræsilegur. Fáir eru á salnum, nokkrar verðlitlar konur, tveir rosknir menn, sennilega uppgjafabændur á leið í hornið 'hjá syni eða dóttur fyrir norð- an. — Og þarna situr maður við borð, lág- vaxinn og grannur, dökkur yfirlitum, brún tindrandi og kvik augu með einkennilegum gljáa, eins og verður hjá mönnum, sem hafa langar innisetur. Andlit hans er fölt og óveðrað. Hann situr þarna einn og horfir í gaupnir sér, en lítur upp við hvíið í kven- fólkinu, brosir góðlátlega og rennir augum til 'annarra, sem viðstaddir eru. Ég fór ósjálfrátt að veita þessum manni athygli. iEf til vill var það beiskjan, blandin þögulli eftirvæntingu, sem bjó í svip hans. Ég gekk yfir að borðinu, og við tókum tal sarnan. Hann var skrafhreifur, röddin dálít- ið rám og eins og hún bærist úr f jarska. Við töluðum saman þann dag, reyktum sígarett- ur og snæddum Hann var á leið heim eftir fjögurra ára dvöl á berklahæli fyrir sunnan, útskrifaður á leið heim til mömmu — og kominn undir þrítugt. Hann segir mér frá dvöl sinni á hælinu, lífinu þar og dauðan- um líka. Já, dauðinn hafði verið á höttum eftir honum í tvö ár, en þá rak hann kauða á brott. Nú er hann á heimleið. Ég sá ólg- ua í augum hans: bráðum heilsa gömlum vinum, líta átthaga sína, vinna. Það er komið kvöld. Við göngum niður. Hann kemur heim til sín í nótt. Við kveðj- nmst við klefadyrnar hjá mér, og ég óska lionum góðrar auðnu, mér fannst sigur- glumpi kontinn í augu honum — ég lokaði dyrunum. Það var ári síðar. Ég var á ferð sunnan- lands og kom við á heilsuhæli fyrir berkla- veikt fólk, skoða framkvæmdir og aðbúnað, þó ekki orðinn læknir. Ég gekk um vinnu- stofur vistlegar, sá margt fólk við ýmis konar iðju. Yfirleitt tók ég þó lítið eftir fólkinu sjálfu, aðeins yfirbragði þess, líkt og þegar maður horfir yfir þekkt landslag. Þarna sat maður og setti saman leikföng, hröð handtök, æfðar hendur. Ég spurði hann einhvers, líklega bjánalega, hann leit upp Ég hrökk við — kannaðist við Jnetta föla andlit, þessi brúnu, tindrandi augu og gat ekki varizt geðshræringu. — Hversu smár og berskjaldaður getur maður ekki orðið fvrir ósigrum annhrra? — Ég spurði. hvort hann rnyndi eftir mér, til að segja eitthvað, og

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.