Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1955, Blaðsíða 1

Muninn - 01.05.1955, Blaðsíða 1
28. árg. M. A., maí MCMLV 5. tbl. Óskipulegur fréttapistill úr Universitate Islandia 25. marz 195 5 Friðleifur Steíánsson, sérlegur umboðs- maður Munins hér syðra, hefur falið mér að setja saman fróðleik fyrir blaðið, og hér koma afurðirnar, sem hvorki eru miklar að vöxtum né gæðum. Svo sem kunnugt er, stendur mikið hús og veglegt nokkru sunnan Hringbrautar. Hús þetta kvað vera ein álitlegasta bygging á landinu, enda æðsta menntasetur íslend- inga. Undir háskólann heyra nokkur úti- hýsi: Gamli-Garður, Nýi-Garður, íþróttahús Háskólans, Rannsóknarstofan. Garðarnir munu hýsa samtals 103 stúdenta. Búa þar allir í eins manns ¦herbergjum utan Frið- leifur og Sigurður G., sem búa saman. Að- búnaður þykir góður, en ekki ber mönnum saman um, hversu gott næði sé til lestrar, enda kröfur manna misjafnar. Sumir lesa jafnan á bókasafninu eða annars staðar. Húsnæði á Görðunum kostar 300 kr. á mán- uði, og er 'það ekki ódýrara en leiguherbergi í bænum. Fæði kostar á Garði 810 kr. á mánuði, og þykir þó að flestra dómi lakara en hjá Magneu. Talsverð óánægja virðist ríkjandi varðandi verðlagið, en menn fá ekki að gert. Tímasókn haga flestir mjög eftir smekk og hagræði. Þó mun verkfræðideildarnem- um nauðsyn að sækja tíma kostgæfilega. Læknanemar ljúka yfirleitt prófi í efna- fræði á fyrsta vetri auk heimspekiprófs. Til- skilið mun að stúdentar hafi sótt alhnarga tíma í heimspeki (á pappírsmáli forspjalls- vísindi, en á talmáli fíla). Kennsla í svo- nefndri B. A. deild er nokkuð á tilrauna- stigi, enda táka fáir hana alvarlega og verð- ur árangur eftir því. Félagslíf meðal stúdenta getur varla tal- izt tiltakanlega fjölskrúðugt. Meira að segja hefur íþróttafélag stúdenta haft lítinn við- gang undanfarin ár. í ár þykir það þó með lífvænlegra móti sökum tilkomu þeirra Friðleifs og Sig. G. Sig. í stjórn félagsins. íþróttatímar eru afar lítið sóttir, og er það ekki vanzalaust fyrir stúdenta, því gott húsnæði er fyrir hendi til slíkra iðkana, svo og ágætur kennari, Benedikt Jakobsson. Helzt eru það þó norðanmenn, sem notfæra sér íþróttahúsið. Engum getum verður hér leitt að því, hvað muni valda. Hin pólitísku félög stúdenta sofa vært, eftir að dregur frá kosninsfum til Stúdenta- ráðs. Stúdentaiáð hefur gengizt fyrir mann- fagnaði nokkrum sinnum og tekizt vel. Rússagildi var og haldið í haust, en það féll niður í fyrra, því að leyfi fékkst þá eigi til vínveitinga. Að þessu sinni fór hófið mjög skapfellilega fram. Grunar oss, að fiásögur þær, er ganga víða um fyrrnefnda samkomu, séu verulega ýktar, annað tveggja af ókunn-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.