Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 2

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 2
1N MEMORIAM Magnea Pétursdóttir ráðskona Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Hún Magnea er horfin, horfin, horfin. Það er hin helkalda og miskunnarlausa hönd dauðans, sem hefur hrifið hana burtu frá okkur, burtu frá starfi dagsins, burtu frá lífinu. — Hversu vanmáttugir stöndum við mennimir ekki gegn þessum æðsta dómi allra alda, hversu mjög mundum við ekki vilja vekja þá aftur til lífsins, sem horfnir eru. Hugurinn fyllist einlægri sorg og söknuði, er við hugsum til Magneu ráðskonu. Hún var sam- eiginleg móðir okkar allra, nemenda Mennta- skólans á Akureyri. Magnea Pétursdóttir fæddist þann 23. septem- ber 1909. Hún kom hingað fyrst sem ráðskona haustið 1946. Þegar í upphafi sýndi þessi kona, að í henni bjó bæði kraftur hins viljasterka manns og blíða og fórnarlund konunnar. Með Magneu kom lítil dóttir hennar, Sigurbjörg, þá ekki ársgömul. En Magnea sigraðist á erfiðleik- um fyrstu áranna, og litla stúlkan var eftirlæti hennar. En það var ekki aðeins litla stúlkan sem átti hug hennar; hún lét sér annt um alla. Öll vorum við henni kær og hún lét það í ljós á sinn sér- staka hátt. Hún var alþýðukona, sem lífið hafði ekki alltaf vaggað, og reynslan var hennar kennari. Hún var okkur því sem góður félagi og umburðalynd móðir, en þegar ærsl og imgæð- isháttur tóku að keyra úr hófi fram, fengum við líka verðskuldaðar ávítur. Hún vissi, hvað okk- ur var fyrir beztu, og þess vegna virtum við hana og þótti vænt um hana. Við minnumst hennar, þar sem hún stóð í hvíta sloppnum yfir rjúkandi pottinum og skammt- aði endalausri röð af hungruðu skólafólki. Við minnumst hennar, þar sem hún stóð og úthlut- aði kvöldmjólkinni. Þá fengiun við okkur oft sæti hjá henni, því að það var gaman að spjalla við hana. En vei þeim, sem gleymdi pelanum sínum. Þannig eru minningarnar urn Magneu bundn- ar starfi hennar, því að starfið var hennar líf. Hún var einnig orðin hluti af skólanum sjálfum og vart hægt að hugsa sér heimavistina án hennar. Og svo ástsæl var hún meðal nemenda, að þeir hétu oft á hana í raunum sínum á vorin. En hversu ótrúlegt hefði okkur ekki fundizt, ef einhver hefði sagt, er við kvöddum hana í vor: „Magneu ert þú að kveðja í hinzta sinn.“ Það var einn ágústdag í sumar, að þessi harma- fregn barst til okkar. Veðrið var gott, sólin skein, og innhverfis okkur var hið kvika líf. Hvemig var þá hægt að trúa því, að Magnea væri dáin? Magnea, sem var sjálf ímynd lífsins og starfsins. En staðreyndum verður ekki bifað og við dauðann ekki ráðið. Magnea er horfin til annarra heima, en minningin um hana mim lifa í sögu Menntaskólans á Akureyri. Nemendur hans vilja þakka Magneu starf hennar hér, þakka góðvild hennar, þakka hvert orð og atvik og votta um leið litlu dóttur hennar innilcga samúð sína. STELLA K. THORARENSEN. 2 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.