Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 3

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 3
Á ÖNDVERÐUM VETRI FÁEIN FORSPJALLSORÐ í miðjum klíðum mikilla viðburða í skólalífinu skýtur Muninn upp kollinum. Það er léttir þeim, sem að hönum standa, og ætti að vera fengur öllum öðrum, sem þá vonandi ljúka upp skjánum. Að venju verður fyrsta tölublaðinu fylgt úr hlaði með nokkrum vakningarorðum. ffinir miklu viðburðir voru skólaleikur- inn, sem vakið hefur allsherjar athygli, og inflúenzan, sem ættfærð er til Asíu og hef- ur stráfellt hrausta sem óhrausta. Um þá hafa athafnir og umræður snúizt, síðan skóli hófst. Tugir nemenda unnu sleitu- laust í þrjár vikur að undirbúningi leiks- ins, og nú síðast hafa starfskraftar þeirra, sem stóðust faraldurinn, verið nýttir til að- stoðar hinum sjúku. Eftir frumsýningu leiksins mátti hvarvetna heyra á skeggræð- um menntlinga ánægju og áhuga á árangri leikaranna, og hvaðanæva úr bænum kváðu við spurningar um, hvenær yrði leikið næst, hvort nokkur leið væri að ná í miða o. s. frv. Upp á síðkastið hefur svo verið spurt um heilsufar og bata, og bæjarbúar bíða með óþreyju næstu sýninga. Hvorir tveggja atburðir þessir hafa haft mikil áhrif á útkomu blaðsins, og því er þeirra getið hér. í öllu amstrinu hefur lít- ið tóm gefizt til annarra andlegra starfa en skólinn krefst — og varla það, enda hefur blaðamatur ekki verið á hverju strái. Raunar hefur efnisskortur ævinlega ver- ið skólablaðinu fjötur um fót, a. m. k. í byrjun, svo að það er ekkert einsdæmi, þótt svo sé nú. Sennilega er það hlédrægni, sem veidur slíkri tregðu, en af reynslu síðasta árs mætti álykta, að áhugi nemenda á blað- inu væri tilfinnanlega takmarkaður. Slíkt má ekki spyrjast, og heitir ritstjórn á skóla- félaga að bregðast vel við frumsmíðinni, svo og þeirri málaleitan, að sem flestir reyni að leggja eitthvað af mörkum og hafi skilning til að létta starf hennar. Annars eru viðbrögð manna við beiðni um skrif yfirleitt á einn veg. A þá leið, að viðkomandi sé ekki skáld og geti ekki skrif- að þess vegna. Nei, alveg útilokað, og svo er vísað á þann næsta til að losna úr klóm hins bíræfna. Þarna er misskilningur á ferð. Blaðið virðist í augum margra vera eins konar andleg forynja, sem ekki sé vogandi að v.era í kallfæri við. Það sé einungis vett- vangur skálda og spekinga, sem spotti ver- ödina, en dýrki andann. En jafnvel skáld hefur sagt „ó key“ við hinn mikla eilífa anda, og hví getum við hinir ekki gert það líka og fest á blað veraldleg hugðarefni? Muninn tekur fúslega við slíku efni með það fyrir augum, að hlutverk hans sé*að þjóna skólaandanum og engum öðrum anda. En auðvitað skal skáldskapurinn ekki sitja á hakanum, og við þau skáld, sem skirrast við birtingu verka sinna, skal það sagt, að ekki er hægt að búast við stórskáld- um meðal nemenda í menntaskóla, né heldur óaðfinnanlegum úrlausnum á yrkis- efnum, heldur í hæsta laa,i efnilegum ung- skáldum, sem vaxa í list sinni við hvert unnið afrek. I þeim skilningi erum við frjálslyndir í efnisvali, því að víða gæti leynzt vísir að viðamiklunt rneiði, sem hlúa beri að, til að liann nái þroska. Að svo mæltu skorum við á alla, sem finna hjá sér köllun til ritstarfa, að hugsa vinsamlega til MUNINN 3

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.