Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 4

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 4
skólablaðsins. Þeirra er að halda við veg- semd þess. En lesendur rnættu gjarna fá orð í eyra. Viðgangur blaðsins er e. t. v. frekast háður þeim. Árangur erfiðis skálda og hugsuða er lagður þeim í hendur, til að þeir virði og meti. Og það er sanngjarnt, að þeir virði til betri vegar viðleitni skriffinna, því að undirtektirnar eru jarðvegur útgáfustarf- seminnar. Svo sem sjá má, hefst nú 30. árgangur blaðsins, og til að minnast þess nokkuð og jafnframt hvetja penna skólaskálda hef- ur verið ákveðið að efna til smásagnasam- keppni. Ætlunin er að gefa út afmælisrit eftir áramót, og munu þar birtast úrslit keppninnar, en dómendur verða íslenzku- kennarar skólans. Sögurnar skulu hafa bor- izt ritnefnd fyrir janúarlok og skulu undir- ritaðar dulnefni, en rétt höfundarnafn fylgi í lokuðu umslagi. Þess skal getið, að blaðið áskilur sér rétt til að birta allar sög- ur, sem berast og a. m. k. verðlaunasögur undir fullu nafni höfundar. Bókaverðlaun verða veitt auk viðurkenninga. — Hér gefst ákjósanlegt viðfangsefni í iðjuleysi jóla- leyfisins. Um aðrar fyrirætlanir ritstjórnar er lítið að segja, nema hvað sennilega koma út fimm blöð, samtals 120 síður, og verður Jrað mikil aukning. Að vísu er öll afkoma blaðsins háð ýmsu ófyrirsjáanlegu, en enn ér ástæða til bjartsýni, sem m. a. kemur fram í því, að ráðizt hefur verið í nokkuð meiri kostnað en áður með kápusíðunni og mun henni lialdið í vetur. Þess skal getið, að Tryggvi Gíslason teiknaði myndina. -----o----- Kæru skólasystkin, eftir þessa andlausu fortölu sendir Muninn ykkur kærar kveðj- ur og óskar eftir nánum kynnum, en biður ykkur minnast þess, að enn er hrafninn tal- inn spakur fugl, og fjöregg hans, sem fólgið er meðal ykkar, hljótið þið að varðveita sem ykkar eigið. Ritstj. HYERS VEGNA? Segja má, að það sé ekki vel viðeigandi að brjóta upp á málum, sem snerta líkam- lega fæðu vora í þessu blaði, þar sem það mun aðallega ætlað til að vera lesendum til andlegrar saðningar, enda má segja, að þetta ráð okkar sé hálfgert neyðarúrræði, þar sem við sjáum vart fram á, að við mun- um geta komið málum okkar á framfæri, svo að duga rnegi, á annan hátt. Eflaust vita allir hér í heimavistinni það, að karlmenn og kvenmenn eru látnir borga jafnhátt matargjald. Jafnvíst er það, að flestir finna, hve hróplegt ranglæti þetta er. í fyrsta lagi hafa karlmenn yfirleitt þriðj- ungi til helmingi hærra kaup en kvenfólk. Að vísu eru þessir aðilar jafnkaupháir í ein- stöku atvinnugreinum, en ekki svo almennt, að hægt sé að miða við það. Og í allri fastri vinnu, svo sem við skrifstofu- og verzlunar- störf, sem mikill hluti skólastúlkna starfar að á sumrin, er mikill munur á kaupi karla og kvenna. Þá er það vitað mál, að karlmenn borða yfirleitt miklu meira en kvenfólk. Vitan- (Framhald á bls. 18.) M U N I N N Útgefandi: Málfundafélagið Huginn. Ritstjóri: Þórir Sigurðsson, VI. S. Ritnefnd: Hrafn Bragason, VI. S, Halldór Blöndal, V. M, Birgir Stefánsson, IV. M, Hjörtur Pálsson, III. Auglýsingastjórn: Árni Kárason, V. M, Ólafur Á. Ragnars, III., Þorbjörn Friðriksson, III. Ábyrgðarmaður: Árni Kristjánsson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. 4 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.