Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 6

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 6
ur, er leikinn af Ólafi Höskuldssyni, sem augljóslega er réttur maður á réttum stað. Togstreitan um hann tekur á sig ýmsar myndir, og margir dragast inn í málið, en samúð áhorfenda er öll með Maggie, enda sigrar hún að lokum og fær blaðamann sinn, en Lorraine hverfur af sviðinu á nöt- urlegan hátt. Stanley-hjónin eru leikin af Birni Ólafs- syni og Iðunni Steinsdóttur. Björn túlkar ágætlega sívaxandi gremju og heiftarreiði þessa heiðvirða broddborgara vegna yfir- troðslu Whiteside og vina hans á heimilinu. Frú hans er öll lítilsigldari og hefur rneiri beyg af stórmenninu; hún reynir líka að halda aftur af manni sínurn og milda skaps- muni hans. Að lokum sýður upp úr, þegar börn þeirra hjóna (Jón Sigurðsson og Guð- ný Sigurðardóttir), sem Whiteside hefur tekizt að hæna að sér, hlaupast að heiman að undirlagi hans. Þá ærist húsbóndinn og les nú hr. Whiteside heldur betur blessun- arorðin á tyrknesku, en sjúklingurinn neyt- ir sinna óviðjafnanlegu talfæra og kveður mannræfilinn algerlega í kútinn. Krógarnir nást þó fljótt aftur, og Stanley útvegar sér fóoretaumboð til að henda Whiteside éit í o snjóinn. Nú horfir sannarlega heldur illa fyrir þeim síðarnefnda, en á elleftu stundu birtist honum óvæntur bjargvættur: Kven- brjálæðingurinn Harriet, systir Stanleys. Meðferð Kristínar Halldórsdóttur á þessu hlutverki er mjög athyglisverð og stingur skemmtilega í stúf við aðrar persónur leiksins. Unnusti heimasætunnar, hinn kommún- istíski æsingamaður, er, þótt undarlegt megi virðast, leikinn af Gunnari Ragnars, — oss kemur í hug sagan um skrattann í munkakuflinum, — en honum virðist ekki verða meira um þetta en drekka vatn, enda er hlutverkið ekki stórt. Ungfrú Preen, hin ólánssama hjúkrunar- kona, er leikin af Helgu Ólafsdóttur. Sér- hverjum þeim, sem ekki hefur þursabergs- hjarta innanborðs, hlýtur að renna til rifja framkoma Whiteside við þennan vesalings kvenmann, og sú spurning vaknar, hvað hún hafi til slíkra ódæma unnið. Ákvörðun hennar í leikslok er fullkomlega rökrétt og eðlileg; vér óskum henni góðs gengis og ríkulegs ávaxtar af sínu nýja lífsstarfi. Óskipta samúð áhorfenda verðskuldar líka læknirinn Bradley (Egill Gunnlaugsson). Hans eina áhugamál er að geta sér frægð sem rithöfundur, og Whiteside þarf ekki annað en gefa honum örlitla von í þeim

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.