Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 14

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 14
R ósir handa Rómeó Það var eitt af þessum leiðinlegu haust- kvöldum, þegar rökkrið er hvorki nógu bjart til að sofa í né nógu dimmt til að hugsa í. A slíkum kvöldum er ég ætíð veik- ust fyrir, og andstreymi lífsins virðist veita mér sérstaka athygli. Þar að auki var Júlía breima. Ég hefði vart getað trúað því, að hún, eini vinur minn á þessu tilverustigi, íriyndi svo gjörsamlega snúa við mér baki, ei' ég þarfnaðist hennar mest. iÞað var ein- mitt það, sem ég sagði við hana. „Júlía," sagði ég. „Þú veizt, að við höldum ætíð saman í blíðu og stríðu. Þér finnst ég ekki vera geðveik, er það, Júlía mín? Þú elskar mig einurigis vegna persónuleika míns, ekki vegna rjóma og rúsínugrauts?" Júlía virti mig ekki viðlits. Ég veit, að ég var kjánaleg að fala þannig við Júlíu. Ég veit einnig, að Júlíu géðjaðist ekki að óþarfa viðkvæmni. Júlía telur ekki hollt að láta elsku sína of oft í ljós. Það er okkur mjög að ágreiningsefni. Eins og allar einmana konur verð ég að vita, að til er ein vera, sem setur mig öllu ofar; krefst lítils, gefur allt. Þannig er Júlía. Ég er aldrei jafn sæl og þá, er ég þrýsti Júlíu malandi af gleði og innri værð að brjósti mínu. Það er aðeins tvennt í fari Júlíu, er ég þoli ekki. Hún getur ver- ið ákflega illgjörn og afbrýðisöm við aðra ketti, flækingsgrey, sem ég gef stundum mola af borði hennar, aðeins til að kærleik- ur minn verði ekki of einhliða. Ég get fyr- irgefið henni slíkt að mestu leyti, það sann- ar mér aðeins betur, hve vænt henni þykir um mig. Hitt er, hversu ólm hún getur orð- ið í karldýr. Það get ég alls ekki fyrirgefið. Bæði sýnir það, á hve ömurlega lágu menn- ingarstigi Júlía er, og ég fæ alltaf óstjórn- legan höfuðverk, þegar þannig stendur á fyrir henni. Ég hef reynt að leiða henni þetta fyrir sjónir, en þá fyllist hún af eigin- girni og þrjózku. Að mörgu leyti virði ég hana, að hún skuli ekki láta kúga sig. En mér finnst, að hún gæti tekið ofurlítið tillit til mín og virðingar minnar. Eftir allt, sem ég hef gert fyrir hana. — Þetta kvöld hafði mér tekizt að halda henni inni. Hún var mjög reið og veittist að mér með kjafti og klóm. „Júlía,“ sagði ég reið. „Þetta getur ekki verið með vilja gert. Það hlýtur að vera illur andi, er nú hefur náð yfirhönd í þér. Þú, sem ert mér allt. Þú skilur, að ég gríp til þessa neyðarúrræðis aðeins sökum velferðar þinnar. Júlía, það er hin andlega ást, ástin milli mín og þín, er færir frið og hamingju, ekki villtar tilfinningar þínar til saurugs karldýrs.“ Júlía sefaðist, og ég fyllt- ist stolti yfir að hafa snúið henni á rétta braut. „Þú skilur það seinna, Júlía mín, að ég hef aðeins viljað þér vel.“ Júlía deplaði augunum á þann vingjarnlega hátt, sem hún ein getur, og ég gekk til sængur, glað- ari en ég hef verið síðan í frumbernsku. Kyrrðin sveipaði angurværu klæði sínu um mig, og ég sveif brátt í æðri heima. Skyndi- lega hrokk ég upp við lágvært majr í glugg- anum. Ég lá grafkyrr og beið átekta. Hætt- urnar í stórborg sem Reykjavík eru margar, sérstaklega í kjallara, og ég sef ætíð með eldhúshníf minn á náttborðinu. Ég veit ekki, hvort ég get skilgreint þá tilfinningu sem létti, er gréip mig, þegar ég sá, að veran sem læddist, var köttur; stórt, óþrifalegt dýr, sem hefði átt að vekja viðbjóð hjá hverjum, er leit hann. En Júlía, hún Júlía mín, hljóp fagnandi á móti jDessari opinber- un og veinaði meir en nokkru sinni fyrr. Hinum svarta Rómeó virtist lítast prýðilega á hana. Ég get vel skilið hann, því að Júlía mín er reglulega snotur. „Júlía,“ hrópaði ég, nær gráti af örviln- un. „Hugsaðu um, hvað þú ert að gera. Þú 14 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.