Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 15

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 15
getur ekki lagzt svo lágt að taka þessu ógeðslega skrímsli, þessari andstyggð.‘: Júlía hvæsti einungis framan í mig og hélt áfram að krafsa í gluggann. Rómeó tók þessu sem sérstöku merki og hóf upp man- söng til Júlíu, djúpri bassaröddu. í eyrum Júlíu lét hann auðsjáanlega sem æðsta boð lífsins, og hún brosti ánægjulega. „Júlía, komdu undir eins, gerðu mér ekki þvílíka hneisu,“ snökti ég. „Þú gengur af mér dauðri. Viltu það, Júlía mín? Minnstu allra þeirra dásamlegu stunda, er við höfum átt saman. Þú getur ekki eyðilagt allt, aðeins vegna karldýrs, sem er aumara en fluga á fyrsta vordegi." Júlía sinnt mér engu. Hiin starði hugfangin í hið heilbrigða auga Rómeós, og hann færðist allur í aukana. Ég bað, ég hótaði, ég grét, en Júlía lét eins og ég væri blátt áfram ekki til. Þá var það, að hatrið blindaði sál mína algjörlega. Ég stökk úr rúminu mínu og opnaði dyrnar fyrir Rómeó. Veslings fíflið. Það var í raun- inni allt of auðvelt að blekkja hann. Hann smeygði sér sigri hrósandi inn og óð beint að Júlíu. „Júlía mín,“ sagði ég. „Fyrst þig skortir dómgreind og skynsemi til að gæta mannorðs þíns, þá verð ég að gera það.“ Ég þreif í Rómeó, sem þegar var farinn að hnussa að Júlíu minni. Mín veluppalda Júlía lét sér það vel líka. Undarlegt, hvað fólk þekkir sína nánustu lítið. Rómeó barðist um í fangi mínu, svo að gömul ör á hálsi hans þrútnuðu, og blóð streymdi úr handlegg mínum. Ég. dró hann að rúminu, teygði dálítið á hálsi hans og lagði hnífnum þar, sem bezt lá við. Húðin var seig, og ég 'hélt eftir höfðinu, þegar skrokkur hans féll á gólfið. Ég lagði höfuðið við hlið líksins og horfði á, hvernig gamalt, dökkt blóð hans lak úr sárinu, unz það myndaði rétt- hyrning milli útglenntra lappa hans. Júlía sat furðulostin í gluggakistunni. „Júlía," livíslaði ég, um leið og ég hugsaði um.hvort visinn belgur Rómeós kæmist í skókassa. — „Ég er orðin morðingi þín vegna.“ — Ég fór með Rómeó út í garð og tók honum gröf undir reynitré. Júlía fylgdi mér og kvaddi unnusta sinn. Augu hennar voru vot eins og döggvuð draumsóley. „Gráttu ekki, Júlía mín,“ sagði ég hughreystandi. „Hann var ekki þess virði. Nú munu fölnuð lauf- blöð skreyta gröf hans og varpa á hana ljóma hryggðarinnar. En í vor ætla ég að kaupa stórar, gular rósir og leggja á leiðið hans Rómeós. Joðemmþorn. EMBÆTTISMANNATAL M.A. 1957-1958 STARFSMENN SKÓLANS: Inspector scholae: Örn Guðmundsson. Umsjónarmenn bekkja: 6. S.: Vilhjálmur Hjálmarsson. 6. M.: Úlfur Árnason. 5. S.: Björn Ólafsson. 5. M. a.: Jón Einarsson. 5. M. b.: Þorsteinn Svörf. Stefánsson. 4. S.: Stefán Einarsson. 4. M. a.: Iðunn Steinsdóttir. 4. M. b.: Eyþór Stefánsson. 3. a.: Auður Filippusdóttir. 3. b.: Davíð Gíslason. 3. c.: Birgir Vigfússon. Landspr.d.: Ólafur Rristjánsson. 2 .bekkur: Svanur Eiríksson. 1. bekkur: Elísabet Þorsteinsdóttir. Umsjónarmenn vista: Baldurshagi: Jón Rúnar Guðjónsson. Miðgarður: Páhnar Magnússon. Loftsalir; Júlíus Stefánsson. Jötunheimar: Bergur Felixson. MUNINN 15

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.