Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 17

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 17
Hugmyndir og hugleiðingar Þessi dálkur stendur öllum opinn, sem koma vilja á framfæri tillögum um eitt eða annað í skólalífinu ellegar ræða ýmsa hluti, sem óæskilegir teldust — eða æskilegir. I þetta sinn liafa borizt þrír pistlar, sem er góð byrjun. Um málfundi. Fyrsti málfundur vetrarins er umtalsverð- ur, en þó e. t. v. alls ekki umtalsverðari en margir aðrir málfundir. Má þar til færa bæði gott og illt eins og raunar um flesta hluti. Um ræðumennsku skal ekki fjölyrt, en nefna má að ósekju, að hún var betri en fundarsókn gaf tilefni til. Pontan var aldrei auð, en hins vegar varð mönnum starsýnna á auðu sætin á áheyrendabekkjunum en hin. Og það er einmitt tilefni bréfs þessa. Sá, sem þetta ritar, telur, að sú reynsla, sem fengin er af hinum sígilda fundartíma á laugardögum, gefi tilefni til íhugunar um, hvort hann sé hinn eini rétti. Stað- reynd, sem vefengir það, er t. d. sú, að al- kunna er, að fjölmargir úr skólanum leita til kvikmyndahúsanna síðdegis á laugar- dögum eftir erfiði vikunnar. Einnig eru heimavistarbúar slæptir eftir hreingerning- ar sínar og kjósa jafnvel að leggjast fyrir, og yfirleitt dofnar áhugi á tilverunni og vanda- málum hennar við þessa allsherjar værð. Inntak þessa pistils er sú tillaga, að revnt verði að halda málfund í miðri viku, að kvöldi dags, og verði heimavistarbúum þá að sjálfsögðu ekki hleypt á aðra staði. Ef fundurinn hæfist kl. 8, gæti honum hæg- lega verið lokið skömmu fyrir miðnætti, og mundi það varla skerða svefntímann til- finnanlega. E. t. v. mætti ákveða fundar- tíma fyrir fram og loka mælendaskrá sam- kvæmt því. Auðvitað er ógerlegt að dæma um árang- ur þessa nýmælis, ef það kemst í fram- kvæmd, en heiðarleg tilraun væri það til að efla áhuga nemenda á starfsemi málfunda- félagsins, sem á að vera þungamiðja félags- lífsins. Þorn. Sönn menntun? Menntlingurinn stendur á tindinum á efsta degi sigurgöngu sinnar og æpir yfir fjöldann: „Ég hef fundið sannleik lífsins, ég er orðinn menntaður maður.“ Hann þen- ur brjóst sitt og öskrar þetta af hjartans sannfæringu. Hann hefur stundað sitt nám með stakri samvizkusemi, og þetta eru sig- urlaun hans. En getur liann í raun og sann- leik kallazt menntaður? Ég held í flestum tilfellum ekki. Mennta- skólanemar, sem halda sig við námsbækurn- ar eingöngu og líta ekki við öðru, eiga ekki þá víðsýni og reynslu, sem þarf til þess að mega kallast menntaðir. Ég er ekki með þessu að deila á skólann, heldur nemendur sjálfa. Flestir þeirra fylgjast mjög lítið með því, sem er að gerast umhverfis þá í at- vinnulegum efnum og stjórnmálalegum efnum, og þeir lesa sárafáir góðbókmenntir, svo að nokkru nemi. Maður, sem lítillar fræðslu hefur notið, getur rekið þá á gat í landsmálum, svo að þeir standa klumsa eins og merar í haga. — Stjórnmálarifrildi þeirra er eins og ómenntaðar fiskkerlingar séu að tala saman. Þeir skipa sér í sama sjórnmála- flokk og faðir þeirra og vita ekkert, fyrir hverju flokkurinn berst. Menntaður maður verður að afla sér al- hliða fræðslu. Hann verður að vita skil á helztu bókmenntum heimsins og því, sem er að gerast á því sviði og sviði vísinda. Hann verður að eiga víðsýni til að vega og meta atburði og skoðanir, sem að honum eru réttar, en ekki gleypa eitt ótuggið og smakka ekki á öðru aðeins vegna blindra fordóma. Krummi. MUNINN 17

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.