Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 4

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 4
fáa, mér málkunnuga, sem rœða þessa at- burði eins og opinberun eða kraftaverk. G NÚ, meðan kirkjuklultkur hringja til heilagrar hátiðar, þeytist' sennilega hnöttur um himinhvolfið — drýsildjöfull — hann er ekki stór, en kannski vísir og upp- haf að tortimingu allra mennskra verð- mœta. Amerískur visindamaður sagði ný- lega, að blessað vœri nú og Guði þakkarvert hvert það ár, sem engin styrjöld kœmi. Senn er árið liðið, og á hátíð friðar og fœðingar Guðs sonar er timabært að minnast þess. Visindamaðurinn gat þess og, að hœglega gœti farið svo, áður langt um liði, að váboð- inn hefði, vegna visindalegra yfirburða, gjörvallan heiminn i hendi sér, án þess að þurfa að beita styrjöld. Þetta verður kristinn heimur að horfast i augu við á jólum 1957. Það eru lokaorðin, „friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á“, sem við minnumst, þegar við kveikjum á kertunum. dsðtícg JÓI! STEINGRÍMUR SIGURÐSSON. Bara fjögra ára Frænka mín lítil kom til mín um dag- inn. Það var eftir hádegi, og hún var úti að leika sér, hlýlega búin, í stígvélum og bux- um og úlpu. Snjókornin féllu hægt til jarð- ar og settust á greinar trjánna í garðinum við húsið hennar. Hún er á fimmta árinu. Ég tók hana tali. „Finnst þér ekki gaman, að snjórinn er kominn?" spurði ég. „Jú. Maður getur hnoðað svona kúlu,“ sagði hún og sýndi mér snjókúlu, sem hún hafði hnoðað og hélt á í hendinni. „Ertu ekki búin að fá flenzuna?" „Jú, soldið. Ég lá í rúminu um daginn, og þá kom snjórinn, og mig langaði svo út að leika.“ „En máttir það ekki?“ „Nei. Mamma sagði ég mætti fara út seinna." „Var vont að liggja í flenz- unni?“ „Já,“ sagði sú litla og vildi sem minnst um flenzuna tala. En svo segir hún: „Veiztu það, að strákarnir í Birnuhúsi voru að búa til snjókalla og kellingar, og ég mátti ekki fara út. Þeir létu varalit á kellinguna." „Hver er Birna?“ spurði ég. „Hún á heima í þessu húsi, og við leikum okkur stundum saman,“ sagði hún og benti á húsið hinum megin við götuna. „Eruð þið vinkonur?" „Já! Hún Birna á voða margar dúkkulísur og eina stóra dúkku. Dúkkan á að fá rauðan jólakjól." — „Nú eru jólin að koma. Hlakkarðu ekki mikið til jól- anna?“ „Jú, voða mikið,“ segir hún ljóm- andi af gleði. „Það er svo gaman á jólun- um.“ „Er ekki mikið að gera heima hjá iþér núna?“ „Jú, mamma er að baka fínt brauð. Á ég að sækja eina köku handa þér?“ Ég afþakka þetta ágæta boð og held áfram að spyrja frænkuna. „Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin?“ Hún verður vand- ræðaleg og niðurlút svolitla stund, en jafn- ar sig brátt og segir: „Kötturinn." „Hvaða köttur? Ekki þó jólakötturinn?" „Hann er stór og svartur." „Ertu ekkert hrædd við hann?“ „Nei. Hann er svo fallegur og snið- ugur — stundum. En einu sinni, þá tók Birna í skottið aftan á honum, og hann beit hana. Hún ætlaði samt ekki að meiða kisu.“ „Fór Birna að gráta?“ „Já, auwita." „Batnaði henni fljótt aftur?“ „Já, hún fór inn, og mamma hennar kyssti á báttið.“ „Hvað fóruð þið svo að gera?“ „Birna sótti mokuna sína, og svo fórum við að moka í garðinum hjá mér. Hún á bláa moku.“ — Vinkona mín er farin að sleikja snjókúluna sína, og ég held, að henni sé farin að leið- ast biðin. „Ætlarðu að tala lengi við mig?“ segir hún. „Ertu mikið að flýta þér?“ „Já! 24 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.