Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 7

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 7
Ævintýr um nótt „Vegagerð er hin aumasta þrælavinna, sem hugsazt getur,“ sögðu félagar mínir. Þar var ég algjörlega á öndverðum meiði. Hún var mér eins og himnaríkissæla. Ég var nefnilega stjórnandi þess tækis, sem bifreið nefnist. Sú hét upphaflega hinu framandi nafni Ford, sem í munni íslenzkra malarjaxla hafði orðið „trogið" með hæfi- legum hljóðbreytingum. Undir því nafni gekk farartækið jafnan. Það var hinn ágæt- asti bíll, þótt kominn væri á efri ár, og oft- ast sem öruggasta gangvirki. Þá átti ég góða daga og gat flatmagað á grasbala og horft á karlana rembast við malarmoksturinn. Stundum kom það samt fyrir, að greyið vildi ekki ganga, og var þá sama, hvaða brögðum ég beitti. Vélin varð eigi vakin til lífsins, fyrr en henni sjálfri gott þótti, en það gat þá orðið með þvílíkum hamförum, að dæmalaust var. En slíkt var ekki nema eðlilegt miðað við aldurinn, og ég fyrirgaf henni alla duttlungana og var hinn ánægð- asti þrátt fyrir háðsglósur karlanna. Þeir voru ágætir inni við beinið, og hið sama var að segja um Jóhann gamla verkstjóra. Hann var prýðismaður og strangheiðarleg- ur. Brýndi hann jafnan fyrir mér að fara sparlega með benzínið og taka ekki neina óþarfakróka, hvorki fyrir mig né aðra. Þetta var dálítið bagalegt, einkum að mega ekki skreppa á bæina á kvöldin og drekka kaffi hjá heimasætunni. Einu tækifærin gáfust um helgar, þegar ég ók Jóhanni heim. Er ég var laus við hann, gat enginn aftrað mér frá að halda, hvert sem mér þóknaðist, enda reyndist heimförin oft ærið tafsöm. Og nú var ég einmitt á slíku ferðalagi. Veðrið var dásamlegt. Létt þokuslæða spannst um fjallahlíðarnar og blandaðist húmi næturinnar. Kyrrð og friður ríkti í dalnum. Þetta var í júlí. Ég var í bezta skapi og harðánægður með sjálfan mig og blessaðan, gamla bílinn. iÞeir máttu áreið- anlega vara sig á honum þessir nýju, þótt ögn væru þeir útlitsfegurri, Máltækið segir, að hundinn skyldi ekki dæma eftir hárun- um. Því var ég alveg sammála. Ég ók fyrir melhorn. Maður reis upp af vegbrúninni og veifaði ákaft. „Eitthvert kvabb eins og vanalega," hugsaði ég og minntist orða verkstjórans. Svo reyndist vera. Maðurinn spurði, hvort ég gæti tek- ið nokkra áburðarpoka fyrir sig til næsta 'bæjar; sagði, að bóndinn þar hefði lánað sér þá fyrir nokkru, en þyrfti nú að fá þá aftur. „Nei, því miður. Ég er með brotna fjöður og get ekki flutt neitt,“ laug ég blá- kaldur. „Slæmt var nú það,“ sagði maður- inn, „en þakka þér samt fyrir ómakið.“ Ég ók aftur af stað og skammaðist mín ofur- lítið. En livað tjóaði að fást um svona smá- muni? Ég var, hvort eð var, alveg úrkula vonar um að komast á betri staðinn. Og hví skyldi ég þá skeyta réttu eða röngu, ef fyrir mér átti að liggja að lenda í „fýrpláss- inu“ hjá þeim gamla? Þokan hafði teygt sig niður á láglendið, og hún lagðist um mig, grá og fíngerð. Uðinn vætti mölina á veginum, svo að hún sýndist nær því svört. Ásarnir í kring virt- ust stækka um allan helming, og einmana- legir steindrangar störðu illilega til mín. Þeir höfðu tekið á sig náðir og kærðu sig ekki um að vera truflaðir. Ekkert rauf kytæðina nema vesældarlegt skrölt vélar- innar og niður árinnar í dalbotninum. Svona veður féll mér vel í geð. Það hafði undarleg áhrif á mig og vakti hjá mér löng- un til að yrkja ofurlítið Ijóð, kannski að- eins um nóttina, þokuna og dalinn, sem ég þekkti svo vel, eða um eitthvað, sem ég skynjaði ekki til fulls, en greindi óljóst í meðvitund minni eins og ruglingslegan M U N IN N 27

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.