Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 8

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 8
draum að rnorgni. Og fyrr en varði komu þessar hendingar fram í huga mér: Nóttin kyssir lög og lönd, lönd, sem yrkir bóndans hönd; höndin sú er þjáð og þreytt, þreytt af striti, hörð og sveitt. O, jæja. Heldur var nú Páls Ólafssonar bragð af henni þessari. En ekki var hún verri fyrir það. Flestir áttu sér einhverja fyrirmynd. En hvað var nú þetta? Þarna stóð stúlku- tetur á veginum, berhöfðuð og kápulaus. Ég stöðvaði bílinn, og hún kom upp að glugganum. „Halló, ertu að fara út í þorp?“ spurði hún. Þetta var ókunnug stúlka í köflóttum buxum og svartri peysu. Nei, auðvitað var ég ekki að fara út í þorp, held- ur fram í dal. En þokan var dimm, og það var nótt. Tækifærið mátti ekki ganga mér úr greipum: „Já, eiginlega er ég á leiðinni þangað,“ svaraði ég. Stúlkan brosti. „Ó, en hvað ég var heppin. Ég þurfti sem sé endi- lega að komast út eftir í kvöld.“ Ég opnaði dyrnar, og hún settist inn. „Ég er úr Reykjavík," hélt hún áfram. „Við pabbi erum í sumarleyfi og búum í tjaldi hérna uppi í hlíðinni. Hann er að burðast við að mála í frístundum sínum. Ég lagði af stað á jeppanum í dag, en hann bilaði, og ég kom honum ekki í gang aftur. Síðan hef ég verið á labbi og hélt ég mundi aldrei sjá mann framar, þegar þú skauzt eins og draugur út úr þokunni. Það er svo skelfi- lega fáförult hérna hjá ykkur.“ Ég játti því, en vissi annars ekki, hvað ég átti að segja. „Hvað verðum við lengi út í þorp?“ spurði hún þá. „Klukkustund, sennilega," svaraði ég. Svo þögðum við. Hún starði út í nótt- ina, og ég horfði á vangasvip hennar milli þess, að ég gætti að veginum. Hún var mjög snotur í hálfrökkrinu, og það lagði frá henni þægilegan ilm svo sterkan, að hann tók yfir reykjarstybbuna frá vélinni. Skyndilega snéri hún sér að mér, og ég flýtti mér að líta fram á veginn. „Segirðu ekkert?“ spurði hún. „Mjög lítið,“ anzaði ég. „Kanntu enga brandara? Mér þykir svo gaman að bröndurum." Einn kunni ég. „Góði, segðu mér hann,“ bað hún. „Einu sinni kom maður nokkur á bæ. Hann var í bíl, sem bæði var Ijótur og lé- legur. Þetta var að áliðnum vetri og veg- irnir slæmir yfirferðar. Á þessum bæ var húsfreyjan há og digur í bezta lagi. Hún þurfti að komast til næsta bæjar og bað manninn að aka sér þangað. „Já, já, sjálf- sagt,“ sagði hann. „Annars get ég ekki tek- ið hlass.“ Stúlkan hló. „Sá hefur verið kaldur. En ertu að líkja mér við þessa kerlingu. Er ég svona feit?“ „Nei, alls ekki. Eða það sýnist mér ekki.“ Hún hló aftur. „Þú ert nokkuð fyndinn." Maður með liest og kerru kom á móti okkur. Það var sá sami, sem ég hafði synjað um flutninginn. Hann var að skila pokunum, sem granni hans hafði lánað honum. „Alltaf eru þeir eins þessir sveita- karlar,“ sagði förunautur minn með lítils- virðingu í röddinni. „Stundum er dagurinn of stuttur og ekki sízt á sumrin," sagði ég. „Þau eru mörg handtökin bóndans og oft harla lítill tími til hvíldar. Og hvað ber hann svo úr býtum?“ „Bogið bak og hnýttar hendur. Var það ekki það, sem þú ætlaðir að segja?“ sagði stúlkan háðslega. „Ég held ég kannist við þetta jarm ykkar sveitamannanna. Þið segizt þræla og strita myrkranna á milli og hafa hvorki í ykkur né á. Þið öfundið borg- arbúann vegna reglubundnara lífs, hærra kaupgjalds, betri menntunarskilyrða og betri húsakynna. Þið flytjizt hópum saman í kaupstaðina vegna þess, að allir vilja sitja að hinu bezta, gleypa sem mest með minnstri fyrirhöfn, gína yfir meiru en þeir eru menn til. Þið reynið að afsaka ykk- ur á allan hátt, en þið hafið brugðizt skyldu ykkar, hlaupizt frá þeirri ábyrgð, sem lífið lagði ykkur á herðar. Borgarbúinn er ekki hóti betri. Hann gerir sér fáránlegar hug- myndir um dásemdir sveitasælunnar, eilíft 28 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.