Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 17

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 17
Lítih rabb um nokkur tíáindi Á þessari öld, öld vélamenningar, öld kjarnorku og spútnika, öld vísindalegra afreka í þágu ófriðarins, öld vonar og ótta, öld kvenfrelsis, á þessari öld fara þau mann- legri málin oft fyrir ofan garð og neðan. Okkur berast tíðindi frá undirokuðum þjóðum, fregnir berast frá stjórnarslitum í Frakklandi, og skáld og þjóðhöfðingjar gift- ast kynbombum kvikmyndanna. Váleg tíð- indi berast og af gangi handritamálsins í Danaríki. En mitt í þessum þrumugný tek- ur kvenfrelsisfélag menntskælskra meyja jóðsótt, svo að málverk og frekari „munder- ing“ kvennavista gleymist um hríð. En skuggabaldur þennan, en svo er frumburð- ur þeirra nefndur af góðum drengjum, mundi Kiljan kalla Hansson til aðgrein- ingar frá öðrum óhroða. Nú skyldi maka krókinn, og nú skyldu pyngjur stráksa léttast. — Hvort það hefur fæiTÍ bíóferðir í för með sér, skal ég ósagt látið. — Eða með öðrum orðunr: Bjálfi skuggabaldurs þessa er brennimerktur kröfu þess efnis, að matarkostnaður meyja lækki um 100.0 krónur „per kjaft“. Og auð- vitað eiga svo karlmenn að bæta þessum 'byrðum á sitt breiða bak, en röksemdafærsl- ur meyjanna eru á þessa leið: ir oss að vera allt annað en vér erum. Vér tökum þig trúanlegan og látum berast með straumi blekkinga og hræsni, er vér höld- um, að skoli oss að strönd dygða og innri ánægju. Þá hlærð þú, unz tárin streyma úr augum þér, og heimurinn skelfur fyrir andardrætti þínum. Því að þrátt fyrir allt, reynist þú of stuttur fyrir allar vorar einkis- verðu framkvæmdir og áætlanir, dagur. Joðemmþom. 1. Karlmenn borða i/3 meira en konur, opinberar skýrslur sanna það. 2. Kaup kvenna er lægra en karla. 3. Þess vegna borga konur i/3 af matar- kostnaði karla. 4. Þetta sjá allir. 5. En hvers vegna? Að karlmenn yfirleitt eti þriðjungi meira en konur, gæti verið rétt, en hitt er líka jafn víst, að í skýrslum og áliti lækna er miðað við vinnustéttirnar. Og þar sem karlar vinna að erfiðari störfum en konur, þurfa þeir meiri orku, ergo: Fleiri hitaeiningar — meiri matur. En hætt er við, að munur- inn sé nokkru minni hér í skólanum, þar sem uih sömu orkueyðslu er að ræða hjá báðum kynjum. Þyngd einstaklingsins skiptir sáralitlu, ekki þarf annað en að veita áti mismunandi magns af holdi og blóði gaum til þess að komast að raun um það. Kaup kvenna hefur að vísu til skamms tíma verið lægra en karla fyrir suma vinnu, en það stendur nú til bóta. Okkur berast fregnir af einhverri alþjóðasamþykkt ein- mitt um þessi mál, sem Alþingi hefur þeg- ar fjallað um og lagt blessun sína yfir. Ekki er ég kunnugur efni hennar í smáatriðum, en þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér það, vísa ég til kvenfrelsiskvennanna. En óneitanlega kemur það spánskt fyrir sjónir, að á þeirri stundu, sem kvenfólk eygir jafn- rétti sér til handa, skuli það fjargviðrast út af smáatriðum og krefjast forréttinda. 3. lið röksemdafærslunnar hirði ég ekki um að svara. Hann er fyrst og fremst slag- orð, ætlaður til að þyrla moldryki í augu kristilegra og kærleiksríkra drengja. 4. liður er fyrst og fremst kvenlegur, enda tekinn sem slíkur af flestum. 5. liður, hvers vegna? Þessi dulrænu orð hljóta að vekja íhugun. Orsök er fyrir öll- MUNINN 37

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.