Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 5

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 5
Rabbað við Rjarna Benediktsson frá Hofteigi „Nú er Muninn þrítugur, svo að við verðum víst að gefa út afmælisblað. En hvernig eigum við að gera það úr garði?“ andvörpuðum við ritnefndarmenn þegar á fyrsta stjórnarfundi. Og okkur kom saman um, að Munins væri bezt minnzt með því að ganga á fjörur gamalla pennavina hans. Greip ég því tækifærið, er ég dvaldist í Reykjavík um jólin, og hitti Bjarna að máli. — Þú varst um skeið í ritstjórn Munins? — Já, ég kom í ritstjórnina um áramótin 1940—41 í staðinn fyrir Eirík Hrein Finn- ljogason. lin ég er ekki orðinn nógu gamall til að muna liðna atburði vel, og þessvegna man ég ekkert, hvernig stóð á þessum mannaskiptum. Ég var þá í 3. bekk, en fyrir voru í ritstjórninni þeir Kristján Eldjárn kennari og Kristján Karlsson nemandi í 5. bekk. Næsta haust var ég svo kosinn í rit- stjórnina, ásamt þeirn Kristjáni Karlssvni og dr. Sveini Þórðarsyni. En við gerðum okkur þá lítið fyrir og lögðum blaðið niður um jólaleytið. Næsta blað konr svo út fyrir jólin 1943, ef ég man rétt. Þá voru nýir menn komnir í ritstjórn, en af þeim lét bekkjarbróðir minn Gunnar Finnbogason langmest að sér kveða, og varð þetta mynd- arlegur árgangur. Þá var líka tekið að prenta blaðið hjá Oddi, en áður var það fjölritað með drengilegri aðstoð Stefáns Gunnbjarnar ráðsmanns heimavistar. Við brautskráðumst um vorið, og síðan hef ég ekki séð Munin blessaðan. Skyldu ekki ein- hverjir gamlir nemendur skólans vilja ger- ast áskrifendur blaðsins? — Þú ritaðir talsvert í blaðið á skólaár- unum? — Ég var víst einn af þeim andlegu í skólanum: skrifaði greinar, samdi jafnvel sögur, en aðallega orti ég kvæði. Annars byrjaði minn andlegi orðstír dálítið skríti- lega. Þegar búið var að skipa okkur fyrstu- bekkingum haustið 1940 í stofuna, kom skólameistari askvaðandi inn, valsaði inn á milli bekkja og borða og skoðaði í augun á okkur. Skyndiliega nemur hann staðar hjá mér og segir: Þér eruð frændi Gunnars Gunnarssonar? Ég varð að játa því. Meist- ari sagði þá eitthvað á þá leið, að ég mundi vera vitur maður, skipaði mig inspector á stundinni og fór síðan. En það reyndist því miður fremur andlítið starf að vera umsjón- armaður í 1. bekk. Meginverkefnið var að reka busana út úr stofunni í frímínútum. Það stóðst stundum á endum, að þegar ég var búinn að koma þeim seinasta út, af sveitamannsliegum heiðarleika, þá var hringt inn í næsta tíma. Það hjálpaði þó dá- lítið upp á sakirnar, að ég hafði þurft að vera beitarhúsasmali fyrstu tvo veturna eft- ir fermingu, og þessvegna var ég elztur og einna sterkastur í bekknum. Kannski hefur meistari þótzt sjá það og haft frændsemina við stórskáldið að yfirvarpi. Hann var ekki allur, þar sem hann var séður. — Hvað olli því, að blaðið lagðist niður um tíma? — Ætli orsökin hafi ekki verið skortur á eldmóði hjá ritstjórninni. Annars var skýrt frá því í fyrsta tbl. hins lendurreista Munins haustið 1943, að téð ritstjórn hefði hætt út- gáfu blaðsins vegna kaupendaskorts. Ég er búinn að gleyma þessum atvikum, en mig grunar, að þessi yfirlýsing um kaupenda- skortinn hafi verið samin með nokkuni hliðsjón af mannorði okkar ritstjórnar- manna: Sveins, Kristjáns og mín. — Var samt ekki skemmtilegt að fást við útgáfuna? — Það hafði sínar björtu hliðar. En M U N I N N 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.