Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 7

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 7
GUNNAR FINNBOGASON cand. mag.: 1. persóna et. Þegar hárin taka að grána, veitist manni leyfi til að tala um gamla daga; — þetta er einn af þeim kostum, sem fylgja gráa hár- inu. Ótalinn er svo virðuleikinn, sem fylgir silfurgráum hærum, — svo ég minnist ekki á skalla, þá þarf nú lítið að hafa fyrir virðu- leikanum; þetta veitist eins og hver önnur guðsgjöf. Hér er einmitt á ferðinni hin garnla saga kerlingarinnar, sem sagði, um leið og hún datt niður stigann og fótbrotn- aði: „Ég þurfti ofan, hvort eð var.“ Nú eru bráðum liðin 14 ár, síðan ég brautskráðist úr Menntaskólanum á Akur- eyri með einkunninni non admissus in grammatica islandica. Og auðvitað valdi ég íslenzku og íslenzk fræði til náms í háskóla; þar kreppti skór- inn leinna mest að, og mér var mikil nauð- syn að auka þekkingu rnína í þeim grein- um. Síðan hef ég haldið áfram að veita öðr- um hlutdeild í þekkingu minni í íslenzkum fræðum. Ég var þarna einu sinni eða tvisvar í rit- stjórn „Munins", líklega árin 1943 og ’44, og átti einhvern þátt í því, að þá var tekið að prenta blaðið að jafnaði. (Áður höfðu víst stundum verið gefin út hátíðablöð prentuð.) Auk þess var ég fylgjandi því að birta sem miest í blaðinu, jafnvel þótt stíl- bragð frásagnar gæti valdið deilum. Sumir skrifuðu mjúkan og seiðfagran stíl, sömu áhrifa og undursamleg tónverk þeim, er þau skilja, — og þóttu þess konar ritgerðir hinn mesti hvalreki á fjörur Munins. En þeir, sem rituðu hinn röklega stílinn, hlutu ekkert hrós og engin verðlaun af íslenzkum hieyrurum í þá daga, því að íslenzk aka- demia hafði nefnilega ekki enn fundið upp „röklegan stíl“. Það gerðist ekki fyri' en á seinni helmingi 20. aldar. Enginn, sem sér um útgáfu skólablaðs, má hugsa sem svo: hér verður allt að vera fyrsta flokks. Heldur ber ritstjórum skóla- blaða að birta það bezta, sem hægt er að fá. Samanburður við það, sem menn skrifa ut- an skólans, er að sjálfsögðu æskilegur, þótt ekki sé hann æðsti dómari. Á þann veg reyna mlenn með sér snilli orðsins listar. Á þeim vettvangi hafa íslendingar háð og munu heyja sitt „heimsins langa stríð“. — Þess vegna vona ég, að Muninn megi verða, framvegis sem hingað til, sá kynjafugl, sem öllum þykir því vænna um, því meir sem þeir kynnast honum. Nú má vera, að einhver, sem gluggar í gömul blöð Munins frá mínum ritnefndar- ferli, líti svo á, að margt hefði betur verið ópnentað. Ég er líka orðinn þessu sammála. En þá ber að minnast þess, að þá var maður ekki eins þroskaður og nú er. Þá gekk mað- ur yfir götu þar, sem fyrst var að henni kom- ið og þörf þótti til bera. Nú geng ég aldrei yfir götu án þess að hugsa fyrst leiftur- snöggt: Er ekki skynsamlegra að fara annars staðar yfir götuna? Slæ ég ekki tvær flugur í einu höggi rneð því? Þið sjáið á þessu, hvað maður er orðinn geipilega þroskaður, myndi Þórbergur segja. Ég hugsa, að Sókra- tes hafi verið svona líka. Þau ár, sem liðin eru, síðan ég var þarna fyrir norðan, eru merkilleg um margt. Virð- um t. d. lítillega fyrir okkur skólanám. — Ætíð er verið að gefa út nýjar kennslubæk- ur, og nú eru flestar kennslubækur orðnar á íslenzku (nema hjá þeim, sem lengst eru komnir á skólabrautinni), og bækurnar eiga að vera skýrar og skipulegar, ljósari og skemmtiliegri í framsetningu en þær eldri, auðveldari til lærdóms. Þetta er hin al- menna krafa. Og þá er það sú hlið, sem snýr M U N I N N 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.