Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 9

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 9
ARI JÓSEFSSON: GÖMUL SAGA MEÐ lykkjufölluflí Þytur rokksins, þetta hjartnæma íslands- lag, breiddi hlýjan faðm á nróti mér, þegar ég gekk inn bæjargöngin. Gömul kona, grá- hærð og hrukkótt, lauk upp. — Komdu ævinlega sæll og blessaður, væni minn. Gamla konan beygði sig, svo að ég gæti kysst hana á hrukkóttan vangann. Seint mun stofa gömlu konunnar líða mér úr minni. Hún var lítil og hlýleg — Iivítmáluð súð, hvítþvegið fjalagólf, myndir á veggjum. Glugginn vissi í suður, og tvö rúm stóðu sitt hvoru megin við hann. — Og tylltu þér þarna á rúmbælið. Gamla konan gekk yfir í hornið að kass- anum, sem mér hefur verið ástfólgnust hirzla. Hún lyfti lokinu titrandi höndum og tók upp þykkan, brúnan bréfpoka. Þá var komið vatn í munninn. Upp úr þeim brúna tók hún annan poka ljósan, gekk þvert um gólf — yfir til mín. — Fáðu þér mola, barnið mitt. Ætli þér sé það of gott. Kandíssykurinn rann á tungu minni, sæt- ur og sterkur. — Ég er búinn að yrkja nýja vísu — sagði ég dálítið hreykinn — hún er um veðrið. Svo fór ég með vísuna: — Úti nú er æði kalt. Áfram skýin Jrjóta. Stormur þýtur yfir allt, ætlar flest að brjóta. — Já, Nonni minn, Jrú gerir sosum góð- ar vísur. Það gera ekki margir þær betri á þínum aldri. F.n þetta er ekkert gæfumerki, osussunei. — Jæja, — sagði ég — nú hef ég farið með vísu fyrir þig. Þú verður að segja mér sögu. — Ekki kann ég margar sögurnar — sagði gamla konan — ekki nú orðið. Þær vilja gleymast með aldrinum. Um hvað vildurðu heyra núna, gæzkurinn? — Mig langar að lieyra eitthvað um — um ástina — stundi ég kafrjóður. Gamla konan leit á mig í forundran. — Að heyra til Jrín, barn. Ja, ekki spyr ég að ótuktinni nú á dögum. Strákormurinn ekki genginn fyrir gafl og vill heyra um ást- ina. Ég ætti nú ekki annað eftir. Hvað heldurðu, að þú skiljir svoleiðislagað? En gamla konan liafði aldrei neitað mér um neitt, sem hún gat veitt. Og svo fór að Jressu sinni, að hún lét undan þrábeiðni minni — dræmt þó. Hún sat þarna á rúminu gegnt mér, göm- td kona með grátt hár og krotað andlit og fitlaði við rokk sinn. Svo leit hún á mig yfir gleraugun. — Ég veit, barnið gott, Jrú ferð ekkert að gaspra við ókunnuga um það, sem ég segi Jrér. En ég er að hugsa um að segja þér frá svolitlu, sem gerðist, Jregar ég var ung. Ég held samt Jrað sé ekkert um ástina, altjent ekki eins og hún er í bókum. Gamla konan ]:>agði nú um hríð. Hún horfði niður fyrir sig á hendur sínar, blakk- ar og elliskorpnar, og lét ýmist vísa upp lófa eða handarbak, kreppti fingur og rétti. Síðan hóf hún frásögnina á öruggan, en hrjúfan hátt. Hún talaði hægt og breytti aldrei um raddblæ. Það var eins og hún væri að segja frá einhverju smálegu, sem í raun réttri kæmi henni ekki við og hún ætti að vera búin að gleyma. — iÞeir voru tveir, bræðurnir í Tungu, næsta bæ við Hvol, þar sem ég ólst upp. Sá M U N I N N 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.