Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 12

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 12
ekki haft a£ honum augun. Hann, í fínum, útlenzkum fötum, svörtum ög fallegum, í svartri milliskyrtu og með fínt hálstau. Svo varð mér litið á Eyjólf. Hann horfði nreð þessum brjáluðu augum á bróður sinn og var staðinn upp. Stóð þarna og þagði, hárið niður undir augu, þvæld treyja, hné í buxunum, gatslitnar skóblöðrur. Hann horfði lengi á bróður sinn, svo leit hann snöggt á mig, snéri sér undan og hljóp út úr hvamminum. Nú var ég fyrst farin áð skæla fyrir al- vöru. Ingólfur kom til mín, strauk mér um hár- ið, vildi hugga mig. Hann var alltaf svo vænn, hann Ingólfur. Gamla konan tók ofan gleraugun og þurrkaði ellidöpur augun. Hún lagði frá sér prjónana, dró til sín rokkinn og fór að spinna. Ég gat ekki áttað mig. Ég braut heilann, reyndi að geta í eyðurnar, en árangurslaust. Ég vildi ekki sætta mig við þessi málalok. — Hvað varð svo? Giftist þú honum Ing- ólfi? — Niei — sagði gamla konan og hélt áfram að spinna. — Nei, þetta dó út svona með tímanum. Hann sigldi aftur um haust- ið og hefur ekki komið heim síðan, það ég veit. Og gamla konan hélt áfram að spinna. — En Eyjólfur, hvað varð um hann? — Eyjólfur fór líka til útlanda. Þegar ég var ung, heyrðist aldrei talað um, að menn færu til annarra útlanda en Kaupmanna- hafnar og Ameríku. En frétt hef ég, að Eyj- ólfur liafi verið í Frakklandi, Ítalíu og Rómu, að mig minnir; las það í sunnan- blaði fyrir löngu síðan. Hann ku vera skáld og skrifa bækur. Það var líka alltaf hans líf. Og gamla konan hélt áfram að spinna. Ég þagði lengi og velti fyrir mér, hvort ég ætti að voga að spyrja um það, senr mér lá þyngst á hjarta. Loksins stundi ég upp: En hvorn þeirra — hvorn þeirra elskaðir þú? Og nú hætti gamla konan að spinna. Rokkþyturinn dó hægt út. Hún leit á mig undrandi og jafnvel móðguð. — Atti ég ekki á von, — sagði hún — að þú kærnir með ástina. Ég held það fari lítið fyrir henni hjá manneskjunum, þótt hún sé kannski einhvursstaðar til. Ég held hún sé mest í bókum, enda eins og hvur annar ekkisen hégómi. Aldrei heyrði ég foreldra mína tala um ást — utan þessa gömlu ást á Jesúsi og Guði, og svo talaði faðir minn ein- stöku sinnum um föðurlandsást. — Þó held ég, að engin hjón hafi verið lukkulegri. Og gamla konan hélt áfram að spinna. Ég sat langa hríð og hugsaði um þessa undarlegu sögu. Hún sagðist hafa verið lof- uð manni, og mér skildist helzt hálflofuð öðrum. Og þó dró hún í.efa tilveru ástar- innar nerna í bókum. Var þá allt lygi, sem ég hafði lesið í bókum um ástina og sorg- ina. Eða var ástin svona einföld, rétt eins og kandísmoli, sem ég gat notið, meðan hann rann á tungunni, sem ég saknaði, meðan bragðið var enn í munninum, en gleymdi svo von bráðar? Eða voru það aðeins sumir, sem gátu fundið ástina, eða blekktu þeir sjálfa sig og aðra? Ég stóð upp. — Jæja, sagði sú gamla, og var staðin npp. — Ertu þá að fara, væni minn. Viltu ekki kandísörðu í nesti? Gamla konan gekk yfir í hornið, lyfti lokinu af kassanum, tók upp brúna pokann og upp úr honum kandíspokann. — Fáðu þér tvo. Ætli þér veiti af því. — Þakka þér fyrir — sagði ég og kyssti gömlu konuna á vangann. — Fyrirgefðu, Ijúfurinn, fyrirgefðu. Óforgengilegur þytur rokksins fylgdi mér til dyra. Á Þorláksmessu 1957. Saga í 3. c. Rætt var um móðuharðindin: Siglaugur: „Draugum hafði fjölgað mjög í landinu." 52 M U N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.