Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 16

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 16
þagði og starði fram undan sér án þess að hafa hugmynd um, hvað var að gerast í kringum hann. Mjúkblátt rökkur síðsum- arsins lagðist um hann og inn í hann. Og þá fylltist hann sárri 'heimþrá. Hann óskaði þess að vera kominn heim til móður sinnar, mega leggja höndina á öxl hennar og þakka Jtenni allt. En hann fær ekki að fara heim til að þakka benni. Enda væri það nú til- gangslaust. Hún er liðið lík. Nokkrar myndir fljúga gegnum hugann. Iíona, sem heldur í höndina á honum heima í stofunni þeirra í myrkri. Sama kon- an og vakir við heimilisverkin fram á rauða nótt og fer á fætur í birtingu næsta morgun. Konan, sem fyrir fáum mánuðum kvaddi hann með kossi á brautarstöðinni í London. Hún stóð þar þreytuleg í svartri kápu og veifaði hvítum vasaklút, þegar lestin mjak- aðist af stað. Treginn fyllir hvern kima hjarta lians og sálar. Hann heldur enn á bréfinu í hendinni og finnur, að Mac stend- ur fyrir aftan hann og les það yfir öxlina. Ericson brýtur bréfið saman. Mac reynir ekki að hugga hann. Orð eru innantóm á slíkri stund. Hann klappar bara þéttings- fast á öxl Ericsons og segir: „Gamli félagi. Við skulum koma og fá okkur bjór.“ Þeir ganga þegjandi af stað hlið við hlið. Tveir dagar eru liðnir síðan Ericson fékk bréfið. Harðir bardagar geisa, og herdeild hans sækir fram. Barizt er í hæðunum upp af Salernóflóanum. Handsprengjum rignir niður allt í kring, skotgnýr er í lofti. Jörðin tætist upp, og skógurinn á hæðunum sviðn- ar. Mac og Ericson fylgjast að og ganga vasklega fram. Þeir liggja utan í einni hæð- inni. Hjálmurinn er skotinn af Ericson, en Itann nær honum og setur hann á sig aftur. Þeir horfa á félaga sína falla fyrir sprengj- um og skotum óvinanna. Skriðdrekarnir æða fram og mylja allt og skjóta, sem fyrir verður. Hljóð þeirra særðu heyrast hvaðan- æva. Véibyssuhreiður Þjóðverja eru víða vandlega falin í kjarrinu. Skothríðin harðn- ar og þéttist, svo að dauðinn er vís, ef menn lyfta höfði. Mac og Ericson grúfa sig niður bak við stein. Það heyrist hvellt blísturs- hljóð, þegar skotin smella á steininum. Mac gægist út undan honum. Allt í einu kast- ast hann aftur á bak og liggur svo á hlið- inni. Hjálmurinn dettur af höfðinu. Eric- son mjakar sér til og ætlar að hjálpa hon- urn. En þegar hann lítur á sárin, sér hann, að þau eru banvæn. Mac andvarpar þungt, en svo fer hann að æpa. Það er gat á höfð- inu, og sprengjubrot situr fast í hægri öxl- inni. Blóðið fossar út um æð á hálsinum, sem er hálftættur. Vinstri fóturinn er al- blóðugur um hné. Hann engist sundur og saman í krampakenndum kippum, og ennið er löðrandi í svita og blóði. Ericson er ör- vilnaður og veit ek'ki, hvað hann á að gera. Þessi sár getur enginn læknað. Þeir iiggja þarna utan í hæðinni, og bezta vini hans er að blæða út. Einu sinni var sagt: „England expects every man to do his duty.“ Ericson spyr sjálfan sig: Hver er skylda mín á þessu augnabliki? Hún er aðeins ein. Mac kreistir saman augun af kvölum. Ericson gáir vand- lega í kringum sig, en sér engan. Svo þreifar hann inn á sig og tekur þaðan litla skamm- byssu. Hann lyftir henni með titrandi hendi og skýtur. Mac kippist til, svo liggur hann kyrr, og ró færist yfir andlitið. Hróp hans þagna .— Ericson hefur bundið endi á líf leikbróður síns og vinar. Hann gat iekki annað, því að hann þoldi ekki að sjá hann kveljast. Samt finnur hann, að það var ekki honum að kenna, því að brjálaðir valdhaf- ar sendu þá í stríðið. — Hann lítur á líkama Macs og tautar nafn lians fyrir munni sér: „Mac, fyrirgefðu.“ Og honum heyrist Mac segja já gegnum skotgnýinn. — Ericson hall- ar sér upp að steini og grípur handfylli af mold í lófann. Svo fleygir hann henni frá sér. Hann minnist kvölds heima í London. Varir hans bærast, og hann beinir orðum sínurn til Macs: „Við fórum út að skemmta okkur að kvöldi til. Vinkona þín var með (Framhald á bls. 72.) 56 m u N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.