Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 18

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 18
Þýdd Ijóö HJÖRTU VOR Eftir PETER ROSEGGER Hjörtu vor sem hörpur eru, hörpur búnar tveimur strengjum; í öðrum hljómar hávær gleði í hinum grætur myrkur tregi. Og örlaganna fimir fingur föstum gripum strengi knýja; í dag þeir leika brúðkaupsbragi en bitur grafarljóð á morgun. ARI JÓSEFSSON íslenzkaði. HJARTA OKKAR Eftir PETER ROSEGGER Hjarta okkar hörpu líkist, hörpu meður tveimur strengjum. I öðrum þeirra æpir gleðin, en í hinum kvölin brennur. Fimir skapafingur leika fróðir á þá dýra hljóma; í dag hin blíðu brúðkaupskvæði, bljúgan grafarsálm að morgni. HJÖRTUR PÁLSSON íslenzkaði. DÖÐLUR Eftir PIET HEIN Að eiga fulla döðludós er draumur niðrí tær. Fyrst etur sérhver eins margar og í hann framast nær og fær og getur. Svo fer hann til að þvo sér og því næst EINA etur. HJÖRTUR PÁLSSON íslenzkaði. i ANDARTAK Eftir MORTEN NIELSEN Villirósir á rigningardegi! Lestin er kyrr, regnið á rúðunum dynur og gerir oss ofbjart í augum. Á lestargluggana glampa slær úr grænum, döggvotum runnum. Auðvelt er lífið og einfalt — droparnir falla einn og einn, skúr eftir skúr. Sekúndur sækja oss heim og breytast í margslungna minning um meyjaraddir, gróna stíga og sjávarnið. Ég finn á vörmn keim þeirra sumra, sem löngu eru liðin, og árin kyssa mig kossi svölum og votum. Við erum á ferð á fjórða sumri stríðsins, friður og kyrrð ríkir eitt andartak. Villirósir á rigningardegi! Regnið á rúðimum dynur og gerir oss ofbjart í augum. Á lestargluggana glampa slær úr grænum, döggvotum runnum. HJÖRTUR PÁLSSON íslenzkaði. 58 M U N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.