Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 20

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 20
verðmæti yfirleitt hafa löngum verið og ieru sífellt að láta sér til skammar verða, því að þeir láta ósjaldan illgjarnar hvatir ásamt háskólaðri listheimsku hafa sig til að níða góðskáldin, en hefja leiruxana upp til himna. En slíkt háttalag veldur óumflýjan- lega nútíðar-völvun, sem er framtíðar-kvöl, eins og Steingrímur kvað á sínum tíma. Raunar kastar þetta engum óhróðri á vís- indagreinina sjálfa, en hitt vii ég samt meina, að hástig sannrar menntunar sé eng- an veginn sízt í því fólgið að skilja barnið, frumeðlið í sjálfum sér og leggja rækt við það. Því að guðsríki og listin eiga það sam- eiginlegt, að hver, sem ekki meðtekur þau eins og barn, lendir þar utan gátta. En með því að treysta frumeðlinu, er fundin leið til að opna ófróða barninu innsýn í ýmsa dul- heima, sem liggja að rótum lífsins sjálfs, og þaðan er öll list ættuð. II. Hvað er list? Þótt það skipti raunar litlu, vil ég láta þess getið, að mér þykir vænt um þessa spurningu og kannske mest vegna þess, að henni er ekki auðsvarað og verður sennilega aldrei fullsvarað. Það eru máske ekki hvað sízt óleystu gáturnar, sem væn- legastar eru til að þroska manngildi ein- staklingsins og menningu þjóðarinnar í heild. Og það eru þá sömuleiðis hin van- hugsuðu svör og staðhæfingar,. sem líkleg- astar eru til að steinlíma allar skoðanir við stundahjól tízkunnar. Um ofanskráða spurningu gildir það sama og um aðrar sál- rænar spurningar, að bezt mun fara á, að hver svari henni fyrir sig. Á þann hátt get- ur fólk orðið ábyrgt fyrir framferði sínu og viðhorfi gagnvart lífinu og rás viðburð- anna.og mun þá vel skipast um allt og hvar- vetna sótt í sólarátt. En hinn veg mun fara, þar sem flest er staðhæft með annarra orð- um og þá ekki endilega þeirra þroskuðustu. Þá mun illa skipast um allt og ákveðið stefnt í átt til myrkurs og dauða. En því miður gætir þess allt of almennt, að fólk hugsar með heila flokksins eða tízkunnar, sem það tilheyrir. Annars skiptir það raunverulega litlu, hvað listin er, heldur, að hún er, að hún er nokkuð, sem máli skiptir fyrir alþjóðar- þroska, að hún er svo nákomin lífinu sjálfu, að fram hjá henni sneiðir enginn sér að skaðlausu, að hún er mátturinn mesti til að stofna Guðsríki á jörðu hér, sé hún göfug, en líka djöflaríki, sé hún djöfulleg. Athug- ið það. En svo að ég leitist við að svara spurningunni: Hvað er list? verður það eitt- hvað á þessa leið: Hún er túlkunar- eða framsetningarform þeirra tilfinninga, sem örðugast er uppi að láta, eins konar eintal sálarinnar í hlutlægu gervi, eins konar nak- in sál, sem er þess umkomin að birta öðrum sálum þær frumstæðustu og dýpstu kenndir og hvatir, sem liún á til, bæði þær göfug- ustu og líka þær lægstu. Þess vegna eru áhrif hennar góð eða ill eftir því, hvort hún er af göfugum eða soralegum rótum runnin. Eins og sjálfsagt flestir vita, er listin flokkuð í fimm höfuðgerviflokka. Sem sé: byggingar- eða formsins list, liögglist, myndlist, orðsins list og tónlist. Allar eru þær runnar af sömu rót. Og allar eru þær tilraun til að draga það fram í sálum okkar, sem dýpst er á og minnstrar samúðar nýtur, tilraun til að fullnægja heildareðli og sam- úðarþrá einstaklingsins í okkur sjálfum, sem engan á að nema Guð, sem hann einnig þykist jafnvel yfirgefinn af á augnablikum angistar og umkomuleysis. III. Tónlistin hefur löngum verið nefnd drottning listanna, og sé það ekki tekið of hátíðlega, á hún þá nafngift að ýmsu leyti skilda. Engin list á jafn marga þegna. Hún vinnur hlutverk sitt jafnt í hreysi sem höll, vaggar þar börnurn í blund og fróar þjök- uðum sálum. Hún samstillir þúsundir sálna í senn í sérstakt vitundar-ástand, svo sem sorg, gleði, hetjumóð, þjáning o. s. frv. 60 M U N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.