Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 32

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 32
starfs og áhuga. Einsog kunnugt er kendi hann hjer við skólann sagnfræði, íslensku og latínu. Andi „humanistans“ var honxun í blóð borinn, enda átti hann ætt sína að rekja til merkustu íslendinga á þeim vettvangi. f tímum hjá Brynleifi Tobiassyni gekk vissu- lega alt með ró og spekt. Þar var unnið og áhug- inn lifnaði við það, að kröfur voru gerðar. Jeg minnist ekki í öll þessi ár, að jeg heyrði Bryn- leif Tobiasson segja hnjóðsyrði um nemenda sinn í kennarahóp, og aldrei heyrði jeg um- kvörtun nokkurs nemenda í hans garð. Ef eitt- hvað var athugavert að honxun fanst, þá fór hann til skólameistara. Hann var orðvar maður. Að sjálfsögðu vandaði þessi góði kennari um við nemendur sína í tímum og utan, og því var vel tekið, því hann var virtur. Eitt var það þó, sem Brynleifur Tobiasson átti erfiðast með að þola reyndar hvar sem var — en þó sjerstaklega inn- an skólans, en það var öll óregla og þá fyrst og fremst vínnautn. Var hann þar einsog annar- staðar fyrirmynd, og eru afrek hans á því sviði í starfi hans við Menntaskólann á Akureyri, ótalin. Með söknuði horfum við á bak þessum gagn- merka kennara við Menntaskólann á Akureyri. Hann lifði vel. Vernharður Þorsteinsson. Jarðarför Brynleifs Tobiassonar og konu hans, frú Guðrúnar Guðnadóttur, fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. marz að viðstöddu miklu fjölmenni. Hans var minnzt á Sal um morguninn, en síðan flaug skólameist- ari suður til að fylgja hinum látna til grafar. Fyrir hönd nemenda vottar Muninn syni hans, Siglaugi Brynleifssyni, samúð sína. STUTT ER VORT SUMAR (Framhald af bls. 56) þér, svo fórum við á dansleik. Allt kvöldið fannstu hönd hennar hvíla á öxl þér. Ilm- inn af ljósu hári hennar og hörundi lagði fyrir vit þér. Þið voruð ung og hamingju- söm. Lífið beið. Þegar dansleiknum lauk horfði ég á eftir ykkur, þar sem þið leidd- uzt út í svartbláa nóttina undir heiðum og köldum stjörnuhimni. — Þið fáið aldrei að hittast framar. Rannski hefur hún líka far- izt í loftárás á London eins og margir aðrir. — Samvizkubitið kvelur mig. Ég myrti leik- bróður minn — óviljandi. Mamma er dáin, og hér er ég einn eftir, og bráðum koma Þjóðverjarnir og umkringja mig. Líf mitt er tilgangslaust, því að allt, sem gaf því gildi, er horfið, og líf án tilgangs er einskis virði.“ Það var hlý og hæglát rigning, eins og oft verður í fjöllunum á Suður-Ítalíu að haustnóttum. Ericson horfði yfir landið. Fjöllin voru blá í mikium fjarska. Skammt frá sér sá hann sýprustré og undraðist, að það hafði staðizt þennan hildarleik og breiddi nú blöðin fersk og græn móti hverj- um dropa, sem féll úr lofti. — Hann lyfti skammbyssunni með jafnaðargeði. Hönd hans titraði nú ekki eins og áðan. Dimmur hvellur kvað við. Það bergmálaði uppi í fjöllunum. Og regnið hélt áfram að falla og vökvaði það, sem enn þreyði af gróðri jarðar. M U N I N N Útgefandi: Málfundafclagið Huginn. Ritstjórí: Þórir Sigurðsson, VI. S. Ritncfnd: Hrafn Bragason, VI. S, Halldór Blöndal, V. M, Birgir Stefánsson, IV. M, Hjörtur Pálsson, III. Ábyrgðarmaður: Árni Kristjánsson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. 72 m U N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.