Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 34

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 34
Kurr hefur komið upp í liði skotinna, og otar þar hver sínum tota: Það eru margir, eins og er, upp til skýja hafnir; vonar-drengir virðast mér vera önnum kafnir. Þættinum hafa borizt Sláttuvísur: Er nöpur norðanáttin nístir loppna fingur, þreytir þorrasláttinn þunnur menntskælingur. Holla lnigsjón á sér: hratt í bæ vill þramma; kolsvart kaffi fá sér, kynjadrykkinn ramma. Gengur manna’ á milli miskunnar að leita, en mammonsmáttur illi má sín frekt. Þeir neita. Örvæntingaræði yfir piltinn kemur, lioppar hann af bræði, hnefum saman lemur. Bægir kröm frá buddu, bitran kost sér velur: fúna fræðiskruddu fyrir slikk hann selur. Lánardrottin h'tur, lagast sízt á taugum. Felmtursfullur gýtur flóttalegum augum. Þvælir seðli þráðum: þykist alla vega geta borgað bráðum. Brosir mæðulega. M o t t o : Lútkaffi, lögurinn bezti, lífskraftur í þér býr, kynóra kæfir og lesti: Kína-lífseleksír. Dagsofanda fannst sem Gilitrutt kæmi tíl sín og hefði yfir Atómaldarósóma. Að lokn- um seiðnum kváðu landvættir henni til háðungar: Þá skáldin kváðu kjark í heila þjóð og kunnu’ að láta orð í skorður falla, en tímar eru breyttir, börnin góð, og bragi þá við teljum ekki snjalla. — Nú yrkjum við hin einu’ og sönnu Ijóð: atóm — laust við stuðlað rím og galla. Ekki verður meira kveðið að sinni, 1. PERSÓNA (Framhald af bls. 48.) að vinna og liugsa, hvernig eitthvað sé bezt til úrlausnar? Krefst unglingurinn þá nokk- urs af sjálfum sér? Er þá ekki unnið fyrir gíg að hafa allar þessar góðu (?) kennslu- bækur og alla Jressa góðu (?) kennara? Hættan liggur e. t. v. í því, að skólarnir verði of góðir, — sem orsakar svo aftur hitt, að niemandinn hefur ekki þroskað sem skyldi hugsun sína né stælt vilja sinn. Svo þegar hann kemur út í lífið, þá kann hann ekki að tyggja vegna Jress, að allt var lagt upp í hann tuggið og hann þurfti aldrei að tyggja. Það er harkan og viljinn, sem dreng- ir og stúlkur verða að rækta hjá sér; það er bezti undirbúningurinn í baráttu lífsins. Þess vegna er það ósk mín til íslenzkra skóla, að þeir verði aldrei svo góðir, að þeir skapi ekki nemöndum hin beztu þroskaskil- yrði í hvívetna. 74 MUNINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.