Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 37

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 37
— Hvað vinnið þið lengi fram eftir? „O, það vitum við aldrei. Það er svo mis- jafnt og fer eftir annríkinu á hverjum tíma. Það er nú oft orðið nokkuð áliðið, þegar ég fer heirn, ég er t. d. alltaf lengi, þegar verið er að setja blöðin.“ — Þú setur blöðin? „Já, ég er aðallega með blöðin og tíma- ritin.“ —* Ertu ekki orðinn þreyttur á starfinu eftir þrjátíu og sjö ár? Aður en hann svarar, dreypir hann á malti, sem hann á í pokahorninu. „Nei, blessaður vertu. Þetta er allt saman orðið svo vélrænt, að ég veit ekki af því.“ Ég held, að okkar ágæta setjara þyki þetta hálf-móðgandi spurning. Hann er nefnilega þeirrar skoðunar, að menn eigi alltaf að vera hressir og kátir og gera sem allra mest hverjir fyrir aðra. Þetta boðorð heldur hann dyggilega, því að satt að segja hef ég oft furðað mig á því, hve hann er síglaður og lipur að eiga við hann, þrátt fyrir hita, hávaða og eril vélasalarins í P. O. B. — Hefurðu alltaf verið við Munin? „Já, alltaf síðan farið var að prenta hann. Ég hef sett í -hann meginmálið. Hinir setj- arnir hafa að vísu grijrið í hann, en ég hef alltaf verið eitthvað við hann frá byrjun." — Hefur ekki aðstaðan í prentverkinu breytzt mikið, síðan Muninn byrjaði að koma út? „Jú, stórkostlega. Fyrstu árin var Mun- inn handsettur. Þá var aðeins til ein setjara- vél, sem Jakob Kristjánsson kom með 1926, en hann er fyrsti vélsetjari landsins og sömuleiðis fyrsti nemandi P. O. B., byrjaði 1901. — Það var hann, sem kom með fyrstu setjaravélina og sjálf-íleggjandi prentvélina til Reykjavíkur. — í þessari einu setjaravél. sem til var, voru settar allar bækur og ann- að þess háttar, en blöðin aftur á móti hand- sett frá orði til orðs.“ — Hefur þér ekki alltaf líkað vel að vinna hérna í prentsmiðjunni? „Jú, prýðilega, forstjórarnir svo ágætir. og samstarfsfólkið allt, að á betra verður ekki kosið.“ Ég fór að hugsa um, hve mikils virði það væri Menntaskólanum á Akureyri, og þá sér í lagi nemendum hans, sem kjörnir hafa verið til að sjá um blaðaútgáfu í rétt 30 ár, að eiga mann eins og Þorkel Ottesen að. Ég veit líka, að prentsmiðjan væri einhvern veginn öðruvísi, ef hann væri þar ekki. Sumir menn gefa sumum stöðum sérstæðan og skemmtilegan svip. Ottesen er einn þeirra. Hann réttir sem snösig'vast úr bakinu og oO lítur yfir handritabunkann á hliðarborð- inu. Á því stendur tóbaksdós, og hann hell- ir dálaglegum haug á handarbakið og sogar hann svo upp í nefið. Það hrynur ofurlítið niður á svuntuna hans, og hann tekur upp rauðan klút og þurrkar það burt. En þetta dugar ekki. Hann hallar sér aftur á bak í stólnum, snýr sér að maskínunni og tek- ur til á nýjan leik í von um að fá kannske, þó að ekki sé nema eitt tækifæri, til að horfa á knattspyrnukappleik seinna. Fingurnir dansa leifturhratt eftir leturborðinu. Þeir ættu að rata eftir þessi 22 ár. hjp. Jón Benediktsson, prentari Þar sem ys og þys er oft og tíðum í vöggu Munins, er erfitt að iðka þar spaklegar samræður. Fór ég því heim til Jóns Bene- diktssonar prentara til að rabba við hann í næði. Jón hefur prentað Munin um árabil og er því málurn hans gerla kunnur. Hann fylgist með blaðinu af vinsamlegum áhuga, og ævinlega kinkar hann kolli til okkar brosandi, er við geysumst inn í prentsmiðj- una. Er ég hef hringt dyrabjöllunni í Þórunn- arstræti 93, kemur Jón óðara til dyra, réttir mér höndina og segir: „Sæll og blessaður, ungi vinur, og velkominn í þetta hús.“ Við setjumst inn í stofu og tökum frarn skriffæri. M U N I N N 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.