Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 40

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 40
Arnljótur Ólafsson lifði það að sjá baráttu sína fyrir Möðruvallaskóla bera mikinn á- vöxt. Á skólann kom ár eftir ár mikið af efnismönnum af Austur-, Norður- og Vest- urlandi. Langoftast voru þetta fulljrroskaðir menn, vel undirbúnir að heimamenntun og fúsir til starfs. Kennaraliðið á Möðruvöllum var ágætt. — Tveir af þessum kennurum, Hjaltalín og Stefán Stefánsson, eru lands- frægir sem afburða leiðtogar í kennslumál- um. Þriðji kennarinn, Halldór Rriem, var að vísu umdeildur, en ekki skorti hann gáf- ur, lærdóm eða drenglund. Höfðu áhuga- samir piltar full not af hæfileikum hans, en ekki var honum lagið að fást við þá nem- endur, sem leiddist námið og skólinn. Er J^ar skemmst frá að segja, að frá Möðruvöll- um komu margir af helztu brautryðjendum aldamótatímabilsins. Þar fæddust upp skáld og rithöfundar, margir af helztu blaða- mönnum landsins, snjallir ræðumenn, for- kólfar í samvinnu-, búnaðar- og verkalýðs- samtökum. — Nemendur Möðruvallaskóla urðu athafnamestir leiðtogar í framfarabar- áttu landsins. Hefur enginn skóli á Islandi eignazt á aldarfjórðungi jafn marga skör- unga í viðreisnar- og félagsmálum, nema Bessastaðaskóli í tíð Sveinbjarnar Egilsson- ar. Næsta stigið í þróun norðlenzks skóla var þriggja vetra nám á Akureyri í tengslum við' lærða skólann í Reykjavík. Sú breyting var í senn verk aldarandans og forgöngu Stefáns Stefánssonar á Möðruvöllum og Hannesar Hafsteins, sem þá var þingmaður Eyfirðinga. Stefán Stefánsson átti mikinn þátt í flutningnum frá Möðruvöllum og að útvega skólanum glæsilegan samastað á liæð- inni ofan við Akureyrarbæ. Þá var skóla- liúsið mest og reisulegast allra skólabygg- inga í landinu. — Þessi breyting jDokaði Möðruvallaskóla mjög í áttina til að verða arftaki Hólaskóla, en breytingunum fylgdu nokkrir annmarkar. Mjög verulegur hluti nemenda, einkum þeir, sem hugðu á fram- haldsnám í Reykjavík, byrjuðu snemtna skólagönguna á Akureyri. Með hverju ári gætti þar minna hinna fulljiroskuðu, heirna- menntuðu gáfumanna, sem sett höfðu svip á Möðruvallaskólann. Hér var skipt unt verkefni, og varð að taka því. Hvað er að segja af þróun skólamálsins eftir fráfall Stefáns Stefánssonar skólameist- ara? Þá voru tveir nýir flokkar, Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn, nýstofn- aðir og létu til sín taka framfaramál al- þjóðar og þá ekki sízt liugðarmál fátækari stéttanna og fólks í dreifbýlinu. Réðu miklu um þau mál garnlir Möðruvellingar, sem orðnir voru áhrifamenn víða um land og á þingi. Þeir voru þáttur af hinni svonefndu aldamótakynslóð. Beittu þeir sér fyrir marg- háttuðum umbótum í uppeldismálunum í landinu: Sundhöll í Reykjavík, sundstöðum víða um land, húsmæðraskólum sveitanna, héraðsskólunum, gagnfræðaskólunum og byggingu háskólahússins. — Þessir menn skildu fyllilega, að þeim bar að láta Jijóðfé- lagið bæta til fulls rán Dana á Hólum eftir Móðuharðindin.Sóttu þeir fast á umeflingu Akureyrarskóla. Við Jónas Þorbergsson rit- uðum mikið um þetta mál, hann í Degi, en ég í Tímanum. Þorsteinn M. Jónsson, síðar skólastjóri á Akureyri, bar menntaskólamál Norðlendinga fram í frumvarpsformi í Neðri deild og vann mikið á. Málið varð vinsælt hjá öllum almenningi víða um land, því að þröngt þótti smáfólki oft við inngang Menntaskólans í Reykjavík, er langt var að sótt. Óx skilningur á málinu hvarvetna um land, þó að hér væri fyrst og fremst baráttu- mál Norðlendinga, þá var það áhugamál bjartsýnna manna í öðrum fjórðungum. Mikill sigur var unninn, þegar mér tókst að afla undirskrifta hjá öllum norðlenzkum og austfirzkum þingmönnum varðandi tvö atriði. Annars vegar að skora á Sigurð Guð- mundsson meistara í Reykjavík að sækja um skólameistaraembættið og hins vegar að heita á Jón Magnússon ráðherra að veita Sigurði starfið, ef hann sækti. Báðir voru tregir, en þó náði málið frarn að ganga. 80 m u N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.