Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 44

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 44
skyndilega hugmynd. Ég stóð upp og gekk rólega að borðinu, lagðist fram á það og teygði mig eftir þrern seðlum, sem gjald- kerinn hafði lagt til liliðar. Ég hafði gert þetta allt nteð hægð og ró, og enginn virtist hafa tekið eftir þessu. Ég stakk hendinni í vasann, gekk rólega frá borðinu og settist aftur. Ég var með ákafan hjartslátt og höndin krepptist fastar og fastar utan um seðlana. Hafði einhver tekið eftir þessu? En það var ekki hægt að skila seðlunum aftur, nú var einungis um það að ræða að komast undan. Ég stóð upp og reyndi að ganga hægt og rólega til dyra, en ósjálfrátt hálf hljóp ég. Það var frost, og fólkið á götunni var dúðað í úlpur og trefla, en skalf þó, — allir nema ég — ég var sveittur. Hvað hef és; srert? Stolið! Þjófur! Þessi orð suðuðu fyrir eyrum mér. Átti ég að fara og kasta peningunum í sjóinn? — já, h'klega væri það bezt. Nei, — ég sneri við. Er ekki hver sjálfum sér næstur? Verður ekki hver að bjarga sér eins og bezt gengur? Drepur ekki fálkinn rjúpuna til að geta iifað? Og tók ég til peninganna, til að ég og fjölskylda mín gætum lifað? Ekki höfðu víkingarnir samvizkubit, þó að þeir bæði dræpu og stæiu. Hvers vegna skyldi ég þá fá samvizkubit? Einungis af því, að það er ekki álitið rétt af samlíorgurunum að bjarga sér á þennan hátt. Samvizkan er mótuð af almenningsálit- inu. En hver er kominn til að segja,að almenn- ingsálitið sé rétt? Það hlýtur að vera rangt, því að það fordæmir þann, sem gengur hreint til verks, brýzt inn og stelur, en ekki þann, sem stelur undan skatti. Það er því ástæðulaust að hafa samvizkubit — heimska — hrein lieimska. Ég velti þessu fyrir mér hvað eftir annað og komst alltaf að sömu niðurstöðu. Þetta var heimska — hrein heimska. En það var alveg sama, hvað oft ég komst að þessari niðurstöðu, alltaf hvíldi þetta sam- vizkubit á mér éins og mara. Ég var kominn að húsdyrunum heima. stappaði af mér mesta snjóinn og gekk inn. Konan mín heyrði umganginn og kont fram. „Fékkstu lán?“ > >Já.“ „Mikið?“ „Fimmtán hundruð, — hérna,“ sagði ég og fékk henni peningana. „En hvað það var gott!“ Ég gekk inn í stofu, settist og reyndi að lesa í dagblaði. En ég gat ekki fest huganri við neitt. Ég þaut með augunum af einni fyrirsögninni á aðra, las sumar greinarnar, en vissi ekkert um hvað þær fjölluðu að lestrinum loknum. Allt þyrlaðist upp í huga mér ,og mér leið illa. Krakkarnir voru að þrátta frammi á gangi, og strákurinn spurði: „Veiztu, hver er bezti maður í heimi?“ „Já,“ svaraði litla tátan, „pabbi er bezti maður í heimi.“ Það var eins og ég fengi rafmagnshögg, ég kipptist til í stólnum. Ég? — bezti maður í heimi, — þjófurinn. Ég stóð upp, gekk um gólf og fór síðan fram í eldhús, þar sem kon- an mín var að vinna. „Er eitthvað að þér?“ spurði hún. „Mér? — nei, ég hef aldrei verið frísk- ari,“ svaraði ég og reyndi að vera glaðlegur. „Hefur eitthvað komið fyrir? Þú ert svo órólegur." Ég reyndi að hlæja. „Ég bara nenni ekki að gera neitt og veit þó ekki, hvað ég á að gera,“ sagði ég afsakandi. Hún virtist láta sér þessa skýringu nægja og hélt áfram vinnu sinni. En ég ráfaði eirðarlaus um allt húsið fram og aftur. Ég tók það ráð að hátta og reyna að sofna. (Framhald á bls. 87.) 84 M U N I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.