Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 49

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 49
• • • af gömlum blöðum BLIKNUÐ BLÓM. í bókahillu minni er blómsveigur einn. Ég býst við mér kærari verði ei neinn. Hún mamma gaf mér blómin, er brott ég fór í haust. — Þá brotnuðu öldur við heimalandsnaust. Er hnýtti hún saman blómin, þá bað hún fyrir mér. Hún bað til þess guðs, sem í himnunum er. Ef verð ég leiddur síðar meir Drottins fyrir dóm, þá dreg ég fram sem verndargripi þessi dánu blóm. — Þau eru ei fögur lengur, né laufin heldur græn, og litur þeirra fölur. — Þau minna á hljóða bæn. RAGNAR JÓHANNESSON. 5. árg., 6. tbl. GAMALT MANSÖNGSBROT. Vegu langa létt ég spranga og leita fanga. Blærinn angan ber í fang mér bjartra vanga. Skærra hvarma hvikum bjarma eg hjartað varma, svæfi harm við heitan barm og hvíta arma, fróun eina fæ í leyni, en fátt ég greini: Einskis meinar mærin hreina mætum sveini. Hvarmalind ei leynir yndi ljúfra synda, er sælar girndir sálnalinda saman binda. EINAR BRAGI. 16. árg., 5. tbl. STAKA. Það fór uin mig hrollur, er fann ég á fíngerðu höndunum þínum hanzka, sem áttu að hlífa við hrufóttu lófunum mínum. JAKOB V. HAVSTEEN. 6. árg., 7. tbl. GRÓÐRARSKÚR. Og droparnir hníga í hátignarró til jarðar frá höfgum skýjum, er byrgja gcislanna lindir. Þeir drjúpa svo milt á dalarósanna varir og draga á gluggann minn alls konar töframyndir. Og bræðumir litlu, er léku suður á hólnum, þeir leita inn og kasta hominu og leggnum. Og sólskríkjan káta, er sveif yfir bænum áðan, hún situr á lágum steini undir gamla veggnum. En grösin, sem eru að gróa úr dölckri moldu, þau glitra af sælu, er skammlífi eilífð spáir. Og það er svo gaman að verða til og vaxa á vorin, þegar tindarnir verða bláir. Og einnig bændurnir gleðjast við gróðrarskúrinn. Þeir ganga fjörgar að verki og tíða sporin, því það mundi verða hart um heyskap á sumrin, ef himinninn léti ekki skúri falla á vorin. En það kemur ávallt þurrkur á eftir regni. Og það kemur sumar, og bændurnir fara að heyja. En — er það ei skrítið að verða til og vaxa og verða einmitt þess vegna að falla og deyja. BJARNI BENEDIKTSSON frá Hofteigi. 16. árg., 1. tbl. SIUNINN 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.