Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 51

Muninn - 01.04.1958, Blaðsíða 51
Fama est • V • Skömmu fyrir jól kvisaðist, að uppreisn væri í aðsigi á kennarastofunni. Hygðust kennarar undir forystu Steingríms og Brynjólfs hrifsa völdin og gefa jólafrí 19. desember, á afmælisdegi skólameistara. Er Jrað gamall arfur frá Möðruvöllum, Jjví að þar hafði sú tradisjón skapazt, að frí væri gefið á afmælisdegi Hjaltalíns. Síðan lagð- ist þessi siður af, þegar skólameistarar voru þannig valdir, að afmæli þeirra bar ekki upp á kennsludag. Til átaka kom Jdó eigi að þessu sinni, en öllum lízt liugmyndin afbragðssnjöll, og munu nemendur fylkja sér um þessa heið- ursmenn, ef á þarf að halda. Einhvern tímá á fyrstu mánuðum þessa árs ákvað kennarafundur að samþykkja kröfu kvenna um lækkun heimavistar- gjalds. Hafa tíðindi þessi borizt með hægð milli manna, en engin opinber tilkynning verið gefin. Þetta herbragð lærimeistar- anna hefur sýnilega borið tilætlaðan árang- ur og hindrað óeirðir meðal skólapilta. — Síðan þetta varð, hafa konur verið ófáan- legar til umræðna um málið, og grein Halldórs Blöndals, sem birtist í síðasta blaði, kveðst engin hafa litið. Hin yfirlýsta réttlætiskennd hefur þá líklega ósjálfrátt fundið svar við síðustu athugasemd greinar- innar, eins og glöggskyggnir matmenn hafa séð á biðröðinni. -----o------ Merkustu tíðindin úr félagslífinu síðustu vikurnar eru nemendaskiptin. Sunnanmenn komu hingað 6. febrúar og dvöldust fimm daga, raunar einum degi lengur en ráðgert hafði verið. Voru það máttaryöldin, sem hundsuðu ákvarðanir skólastjórnanna. Er það vissulega staðfesting á þeini grunsemd nemenda, að til séu æðri völd en skólayfir- völd. Þannig tókst ekki að hindra, að einn gestanna, Hólmfríður Gunnarsdóttir, hreppti 500000. farþegasætið hjá flugfélag- inu og vegleg verðlaun. Auk Hólmfríðar voru í sendinefndinni: Tómas Karlsson, inspector scolae; Guðmundur Ágústsson, forseti Framtíðarinnar; og Sigurlaug Guð- mundsdóttir. Því miður var heimsóknin skyndilegri en starfshraði ritstjórnarinnar, svo að blaðaviðtal fórst fyrir, en þrátt fyrir Jiað tókst heimsóknin prýðisvel í alla staði, og verða Jressi samskipti skemmtileg tradi- sjón. Meðan sendimenn Reykjavíkurskólt dvöldust hér, fór Útgarðsgangan fram. Þátt- taka pilta var ágæt, um 50, en eftirtekt vakti, að enginn þeirra var úr 6. bekk. Sigurvegari í göngunni varð Sigurður Dagbjartsson, IV. S., sem náði ágætum tíma, 15,52 mín., næstur varð Hjálmar Jó- elsson, III. b., 16,56 mín., þriðji Pálmar Magnússon, IV. S., 17,07 min., og fjórði Hákon Ólafsson, III. b., 17,09 mín. — Af fjögurra manna sveitum varð sveit IV. bekkjar fyrst, en tíu manna sveit átti V. bekkur fyrsta. í kvennagöngunni voru allir keppendur úr II. bekk, sem á lof skilið, en aðrar stúlk- ur ámæli. Hlutskörpust varð Karólína Malmquist. Ú tgarðsgangan var einn þáttur í skíða- viku í. M. A., sem stuðla átti að almennum skíðaferðum. Eins og í fyrra fór nú fram önnur göngukeppni, þar sem úrslitum réð þátttökuhlutfall bekkja. Allsherjar þátttaka varð í tveim bekkjum, þriðja og fimmta, en langminnst í sjötta, ef kennarastofan er MUNINN 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.