Muninn

Årgang

Muninn - 01.12.1959, Side 3

Muninn - 01.12.1959, Side 3
B L A Ð A K U R E Y R I M m u n i ENNTASKÓL n n A N S A SIGURÐUR STEFÁNSSON, VÍGSLUBISKUP NON CONIRA, SED ULTRA JÓLAHUGLEIÐING „Jólaguðspjallið — það er dýrlegasta sag- an, sem ég þekki,“ er haft eftir danska skáldinu Kaj Munk. Ég held, að þetta finnist flestum. Fegurð og dýrð jólanna er engu öðru líkt, því, sem vér þekkjum mennirnir. Og hinn gamli boðskapur þeirra kann sterkari tök á oss en allt annað. En svo hefur ef til vill einhver sagt þér, lesandi góður, að þú skyldir ekki trúa þessu. Þetta væri blátt áfram andstætt allri skynsemi. Þannig hefur verið talað um ýmis grund- vallaratriði kristindómsins, bæði fyrr og síðar. Efasemdir og tortryggni ihafa þar lát- ið til sín taka. Bent hefur verið á ósamræm- ið milli þess, sem trúarhugmyndirnar telja háleitast og dýrlegast, og hins, sem vísindin kenna og ný þekking er sífellt að leiða í ljós. Maðurinn, sem veit svo mikið og ætlar sér æ stærri hlut á þeim vettvangi, og aldrei slíkan sem einmitt nú, getur hann yfirleitt lengur kropið að Betlehem-jötunni, þar sem lítið bam táknar æðstu von og trú kynslóðanna, og liið eina og sanna hjálp- ræði alils mannkyns? Trúin og þekkingin — það er gamalt og nýtt vandamál. Hvernig fær þetta samrýmzt, eða mælir ekki hér hvað gegn öðru? Ekki höfnum vér þekkingunni. Það væri ömurlegt hlutskipti. Vér virðum afl vits- munanna og fögnum hverjum þeim sigri, sem vísindin vinna. En hins vegar hljótum vér að játa, að mannleg þekking á sín takmörk, og, að með skynseminni einni verður ekki leyst úr öll- um ráðgátum mannlegs lffs, og því síður svalað þrá hjartans eftir friði og innri ham- ingju. Þetta viðurkenna og oftast einmitt mestu vitsmunamennimir. Hvað gerði ekki Goethe? Hvað Einstein? Þeir gátu staðið gagnvart undrinu og kraftaverkinu fullir lotningar og hrifni — eins og börn. Það eru mjög misvitrir „lærðir" menn, sem halda sig vita alla leyndardóma og eiga alla þekkingu. (Þeir þurfa enn mikið og margt að læra. Því meir, sem vísindin afreka, því lengra, sem vér sjáum, mennirnir, um óravíddir rúms og tíma, því betur ætti oss að skiljast það, sem séra Matthías sagði forðum: „Þú ert strá, en stórt er Drottins vald.“ Og ef til vill finnst þetta aldrei eins vel og á sjálfum jólunum, gagnvart þeirri ósegjanlegu dýrð sem felst í hinu gamla guðspjalli. Þar megnar sannarlega lítils öll vor vizka. „Með beygðum knjám og með bænastaf. Menn bíða við musteri allrar dýrðar.“ (E. Ben.). (Þar á það eitt við að vera hljóður, auðmjúkur og lotningarfullur.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.