Muninn

Volume

Muninn - 01.12.1959, Page 8

Muninn - 01.12.1959, Page 8
NÆTURÓRAR Ég barðist við að yrkja. fÞað er enginn öfundsverður, sem yfir slíku húkir rnn dimmar frostanætur.) Allir voru sofnaðir og yfir grúfði myrkur. í þess skjóli læddist ég hljóðlega á fætur. Hefur þú séð nóttina? Hún er dimm og þögul, hjúfrar sig um bæinn og flöktir yfir sjónum. Og heyrist þér sem strokið sé hendi yfir vanga, Það er hennar mjúka, eirðarlausa fótatak í snjónum. Hún kveikir margar stjörmu-, sem köldum ljóma tindra, og kyndli síniun veifar hún, svo norðurljósin dansa. Hún strýkur yfir mánann, svo hann skíni skærar eftir. Skikkju sinni fægir hún svellin og þau glansa. Ég stóð við opinn gluggann. Stjörnu sá ég hrapa, en steingleymdi að óska og klemmdi mig í fingur. Svo skellti ég honum aftur. Þá glotti götuljósið, sem gægðist út úr hjálminum, hvítur rafmagnshringur. Og enn á ný ég reyndi að sulla kvæði saman. (Því svona lagað andleysi er hræðilegt að þola.) En það vildi ekki ganga. Ég þreif upp blekbyttuna og þeytti henni í vegginn! Hún brotnaði í mola. J. E. B. 32 M U N I N N

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.