Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1959, Blaðsíða 13

Muninn - 01.12.1959, Blaðsíða 13
Þegar eldra fólkinu þykir flest keyra úr hófi ltjá yngri kynslyóðinni, fer það að bera saman æsku sína og æsku nútímans. Niður- staðan verður nær ætíð hin sama, æskan í dag er stórum verri en æskan hér áður. Þótt yngri kynslóðin beri fyrir sig þau rök, að dómur eldra fólksins sé ætíð hinn sami, og þetta muni alltaf verða þannig, að þeim finnist æskan í dag vera stórum verri en æskan fyrir þrjátíu árum, komumst við samt að raun um,að dómur þeirra hefur við mikil rök að styðjast. Ef við lítum inn á skemmtistaði þá, sem algengastir eru nú til dags, sjáum við, ]já loksins við getum greint eitthvað fyrir hnausþykkum tóbaksreyk, dauðadrukkna unglinga slaga milli borð- anna, en úti á dansgólfinu hamast sá h'luti samkomugesta, sem enn getur staðið á löpp- unum í æðisgengnum Hrunadansi, sem minnir okkur ósjálfrátt á stóðhross að leik. Já, stóðhross, vel á minnst. Hestarnir voru hér áður fyrr einhver bezta skemmtun unga fólksins, og sá pilturinn þóttist mest- ur, sem gat boðið stúlkunni sinni á ljón- vakran gæðing og þeyst með liana út í óbyggðir náttúrunnar, þar sem friðurinn ríkti. Þá var gaman að vera sem bezt ríð- andi og geta farið nógu greitt. Að vísu er æskan í dag söm við sig hvað hraðann snert- ir, en sá er nú orðinn munurinn, að í dag er sá piltungurinn mestur, sem getur boðið sinni heittelskuðu upp í gljáfegursta, hrað- skreiðasta, amerískasta fólksbílinn og ekið með hana á fjölsóttasta skemmtistaðinn, en það er venjulega sá staðurinn, þar sem verst eru drykkjulætin og mestur tóbaksreykur- inn. Þetta geturn við varla talið heilbrigt. Til eru að vísu þær skemmtanir, sem fara að öllu leyti vel fram, og eiga skólaskemmt- anir að vera þar til fyrirmyndar, því að skólanemendur, og þó sérstaklega fram- haldsskólanemendur, eru þó það fólk, sem ÞANKAR á að taka við stjórninni af þeim eldri að nokkrum árum liðnum. iÞess vegna verður okkur einkennilega við, þegar við verðum þess svo áþreifanlega vör, að þeim fer óðum fækkandi hér í skóla, sem geta látið til sín taka á vettvangi mál- snilli eða ritlistar. Og nú er hér slíkur hörgull á baráttufús- um framkvæmdamönnum, að málfunda- félag og skólablað berjast stöðugt í bökk- um. Fyrir skömmu varð að fresta málfundi í Hugin og Muninn á oft við efnisskort að etja. Getum við nú dregið aðra ályktun af æskunni nú á tímum en gamla fólkið og sagt með því: „Æskan er sífellt að versna.“ Kristinn Jóhannesson. ELDSVOÐI mig dreymdi um þig í gráfölvum morgninum mig dreymdi í skini dagsins í húmi kvöldsins mig dreymdi þú vermdir hjarta mitt unz það brann vindurinn feykti öskunni á braut KOLUR M U N I N N ÍJtgefandi: MálfundafélagiS Huginn. Ritstjóri: Már Pétursson Ritnefnd: Hákon Ámason, Hjörtur Pálsson, Leó Kristjánsson, Kristinn Jóhannesson. Ábyrgðarmaður: Steingrímur Sigurðsson Prcntverk Odds Bjömssonar h.f. M U N I N N 37

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.