Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 4

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 4
hana. Svo gertæk áttu áhrif þess eftir að verða, að unnt er að segja með sanni, að hin óbrotna frásaga þriggja stuttra starfs- ára hafi umskapað og mildað mannkynið meira en allar skeggræður heimspekinganna og hvatningar siðspekinganna. Jólin eru að koma. Búið ykkur undir komu þeirra. Látið þau ekki ganga svo hjá garði, að þið verðið ekki snortin af sannri dýrð þeirra og heilögum himneskum friði. Leitið þeirrár sönnu gleði og hamingju, sem jólin flytja með sér í svo ríkum mæli. Þið getið fundið hana á kyrrlátum stundum í herbergjum ykkar eða þegar eilífa lagið við pílagríms gleðisöng hljómar í kirkjun- um ykkar á hinni Iieilögu hátíð — ,,unaðar söngurinn, sem aldrei þveiT: Friður á foldu, fagna þú maður : Frelsari heimsins fæddur er“. Ef þið með barnslegum liuga takið á móti jólabarninu, þá er ég viss um að þið eignist liina sönnu hamingju hjartans. Sú liarn- ingja kann að virðast ólík þeirri, sent svo margir leita að og þykjast finna í margs- konar stundargamni og ytri lystisemdum. Og þær eiga líka lítið annað sameiginlegt en nafnið, þessar tvær hamingjudísir. Sú fyrri hefir eilífðarverðmæti í skauti sínu, hin er vígð hverfleikanum og getur brugð- izt, þegar minnst vonum varir. Hamingjan verður að koma innanfrá, en ekki utan að. Þess vegna sagði kunnur maður: „Hurð hamingjunnar opnast ekki inn. Þess vegna þýðir ekkert að hlaupa á hana til þess að hrinda henni upp. Hurðin opnast út, ham- ingjan verður að búa í hjarta þér.“ Það er ósk mín, að þið finnið á komandi jólurn þennan dýrmæta fjársjóð, sem liin innri hamingja er, og megið verða farvegir henn- ar til annara manna. Þið eruð að nema, leita ykkur menntunar við virðulega menntastolnun. Einhvern tírna sá ég hugtakið menntun skilgreint þannig: „Menntun er það, að vita það bezta, sem hugsað hefir verið og sagt í veröldinni." Ég held, að við eigum ekkert æðra mið en GAMMUR Ég barðist á móti stórhríð í áttina til Nasa. Hann lá fastur í djúpum skurðgröfu- skurði og barðist fyrir lífinu. Án þess að geta nokkuð aðhafst sá ég nasir hans fyllast snjó og hinn tryllta bardaga hans gegn þeim, sem var sterkari. Ég fylgdist með, hvernig lífskraftur hans þvarr. Þá var eins og hann skynjaði nærveru einhvers. Hann hneggj- aði, reisti eyrun og leit bænaraugum á þann, sem ég sá ekki. Skyndilega birti yfir, og ég sá að þetta var ekki Nasi, heldur bleikur hestur. —o— Forsaga þessa draums er mér enn í fersku minni. Sumarið 1952 halði pabbi verið á lrestasýningu norðanlands. \rið heimkom- una gaf hann mér folald, sent hefur veitt mér þá mestu gleði og jafnframt sorg, sem ég hef reynt. Folaldið var fallegt, brún- nösóttur hestur, sem við skírðum Gamm, en kölluðum okkar á milli Nasa. Fjögur ár liðu. A sumrin lékum við okkur saman, en á veturna gaf ég honum og hirti. Laun hans voru mér kærkomnust, hann heilsaði mér alltaf með hneggi og lagði flipann í lófa minn. Hann talaði til mín með flipanum, sagði mér frá ævintýrum og fallegum hryss- um, en ég sagði honum frá dagdraumum hann, sem okkur er gefinn á heilögum jól- um. Það er því verðugt verkefni fyrir unga menn og konur, senr vilja verja hæfileikunr sínum og kröftunr til heilla sér og öðrunr, að ganga fram til starfa fyrir [esúm Krist, sem á að vera frelsari og leiðarljós heinrs og þjóða. GLEÐILEG JÓL! 28 MUN'INN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.