Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 6

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 6
ÆVINTÝRI RAUNVERULEIKANS Miðnætti, — mörk draums og veruleika. Myrkur. Heitur andvari. Skrjáf í þurrunt blöðum. Ótal annarleg hljóð. Sterk angan. Unaðsleg tilfinning. Það fer um mig sælu- kenndur fiðringur. Loftið er blandið einhverju heillandi og freistandi. Heyrirðu ekki hvísl vættanna úr kolsvarta skugganum undir beykitrénu þarna? Kannski var það aðeins golan. Stóra grasflötin er hvít í tunglsljósinu. Ugla vælir. Ég heyri hraðan vængjaslátt yfir höfði mér. Síðan vælir önnur ugla lengra inni á milli trjánna. Kyrrð næturinnar er seiðmögnuð. Þau hljóð, sem rjúfa hana, eru nátengd henni og gera liana dýpri. Hinum megin við grasflötina gnæfa liáir og dökkir múrar óðalssetursins. Litlu rúð- urnar í frönsku gluggunum glampa í mána- skininu. Það er ljós í einum glugga. Lítill dökkur depill þýtur leifturhratt yfir flöt- ina. Tjörnin er silfurtær. Á henni syndir einmana önd. Hún hefur sio' til flugs, og ég heyri, þegar vængjabörðin slást við yfirborð- ið. Bláhvítar marmarastytturnar varpa löng- um skuggum á grasið. írland, — land ævin- týranna. Land þjóðsagnanna. Land þján- inganna. Hve oft hefir þú eigi laugast í írsku blóði? Stolta rnóðir, stundir þú eigi, þegar böðullinn hjó börnin þín? Er það eigi hér, sem ævintýrin verða raunveruleg? Hvað gerist innst í rnyrkri skóga þinna? Reika ei skuggar um rústir hofanna? Varð- veittist eigi menningin innan klaustra þinna og meðal þjóðarinnar, í gervi ódauð- legra sagna? En heyra ævintýrin aðeins for- tíðinni til? Ég geng þér á vit, írska náttúra. Ég þrái að öðlast innsýn í sál þína, leyndar- dóma og fegurð. Myrkur skógarins seyðir mig til sín. Ég verð að hlýða röddinni, þess- ari lokkandi rödd, sem kernnr úr innstu fylgsnum skógarins. Ég held beint af aug- um inn á milli rósarunna í garðinum og o O reyni að finna leið gegnum blómabeðin. Grasið er döggvott. Við finnum ilm blóm- anna betur á nóttunni, því að náttúran er guð. — Ég finn fljótlega stíg inn í skóginn. Hann er þröngur og hlykkjóttur. Ég verð að þreifa ntig áfram. Öðru livoru rofar í tungl- ið gegnum laufþykknið yfir höfði mér. Stíg- urinn er alþakinn laufum. Það er komið haust. Ég er knúinn áfram af annarlegum krafti. Náttúran kallar á mig, og það er sem hún hvísli til mín, að í nótt skuli hún veita mér þá umbun fyrir þrá mína, að leyfa mér ör- stutta stund að skyggnast inn í leyndardóma hennar; en aðeins örstutta stund. Skrjáfið í laufinu lætur hærra. Það er að livessa. Uglur væla á milli trjánna. Ég skeyti engu, þótt greinarnar rífi mig til blóðs. Öðru hvoru fjúka framan í mig laufblöð. Ég kent nú að læk. Handan hans er sem skógurinn þéttist til muna og verði ennþá dimmri. Ef til vill liggur þessi lækur á landamærum hins kunna og hins dulda. Ef til vill taka nú við lönd dísa og álfa, anda og vætta. Stígurinn heldur áfram handan lækjarins, en hann er nú þrengri en áður. — Ég lilýt að hafa borizt áfram nokkrar mín- útur, þegar mér finnst ég heyra eitthvert annarlegt hljóð. Það var ekki líkt þytinum í trjánum. Ég staðnæmist. Ekkert heyrist, nema ýlfrið í vindinum. Litlu síðar heyri ég þetta aftur. Ég trúi varla mínum eigin eyrum. Þetta er söngur; einhæfur; einhæfur og taktfastur. Dulúðgur og magnþrunginn. Hver eða hverjir geta verið að syngja hér inni í skógi um hánótt? Mér er annarlega innanbrjósts. Ég geng sem í draumi. Ef til vill var líka það, sem á eftir fór, aðeins draumur. Ég veit það ekki. Það er svo margt, sém er mönnum hulið. Söngurinn barst til mín með vindinum. Skyndilega birtir fyrir augum. Fyrir fram- an mig liggur rjóður, baðað í tunglskininu. 30 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.